Búnaðarrit - 01.01.1957, Síða 102
98
BÚNAÐARRIT
skammt af þrífosfati vorið 1958 en reitur D ekki fyrr
en árið 1960, ef lilrauninni verður eklci hætt þá.
öllum búnaðarsambandsformönnum voru send bréf
og leitað eftir undirtektum hjá þeim og þeir beðnir,
ásaint ráðunautum, þar sem þeir störfuðu, að velja
heppilega staði l'yrir tilraunirnar, en þeim var send
skrá yfir þá hreppa, sem hugmyndin var að hefðu til-
raunirnar. Jafnframt var þess getið, að Búnaðarfræðsl-
an óskaði eftir þvi, að liéraðsráðunautarnir önnuðust
þessar tilraunir gegn því að búnaðarsamböndunum
væri greidd ákveðin þóknun, sem þau gætu þá varið
til að ráða aðstoðarmann einhvcrn tíma ársins, ef
ineð þyrfti. Þessari málaleitan Búnaðarfræðslunnar
var vel tekið. Slaðir voru valdir og héraðsráðunaut-
arnir önnuðust sums staðar að öllu leyti og á öðrum
stöðum að miklu leyti þessar dreifðu tilraunir.
Bændur, sem létu land undir tilraunirnar, fengu
greiddan girðingarkostnað umhverfis tilraunalandið
og áburð ókeypis á tilraunirnar. Tilraunirnar voru
staðsettar á eftirtöldum stöðum:
Kjósarsýslu: Skrauthólar, Kjalarnesi.
Borgarf jarðavsýslu: Innri-Hólmur, Innri-Akraneshr.
og Nes, Reykholtsdal.
Mýrasýslu: Hamarsland, Borgarhr. og Brúarland,
Hraunhr.
Snæfellsnessýsln: Hjarðarfell, Miklaholtshreppi, og
Kóngsbakki, Helgafellssveit.
Dalasýslu: Sauðafell, Miðdalahr., og Innri-Fagri-
dalur, Saurbæjarhreppi.
Vestur-Isafjarðarsýsln: Núpur, Mýrahreppi.
Norður-Isafjarðarsýslu: Rauðamýri, Nauteyrarhr.
Strandasýslu: Kjörseyri, Bæjarhrcppi.
Vestur-Húnavalnssýslu: Reykir, Ytri-Torfustaðahr.
Austur-Húnavatnssýslu: Höllustaðir, Svínavatnshr.,
og Miðhús, Sveinsstaðahreppi.
Eyjafjarðarsýslu: Sakka, Svarfaðardalshreppi.