Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 111
BÚNAÐARRIT
107
Sláturstaðir: Haustið: 1934 1944
Djúpidalur .............. - -
Hella ................... — —
Miðkot .................. - -
Selfoss ................. - -
Minniborg ............... - -
Reykjavik ............... - -
Framför
1954 1955 1956 siðan 1934
- 14.16 14.79
- 14.40 15.37
16.17 12.86 13.40
16.52 13.94 15.69
16.97 15.19 16.59 - ,
16.73 15.08 15.99
(Sf. Sl. allir sláturst. 11.47 13.49 15.23 13.80 14.97 3.50)
Yfirlit þetta sýnir, að dilkar lögðu sig með þyngra
meðalfalli s. 1. haust en haustið 1955 á flestum slátur-
stöðum í landinu. Munurinn er mestur sunnanlands
og vestan, enda voru dillcar þar óvenju rýrir í fyrra,
sem sést á samanburði á meðalfallþunga dilka 1954
og 1955. Er augljóst, að vor- og sumarveðrátta ræður
miklu um vænleika dilka, líklega mun meira en fjár-
fjöldi í högum. Á nokkrum stöðum norðanlands og
austan voru dilkar rýrari í haust en haustið 1955,
þ. e. i Haganesvík, Ólafsfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn,
Bakkal'irði, Borgarl'irði eystra, Seyðisfirði, Eskifirði,
Fáskrúðsfirði og Djúpavogi, en einmitt í nyrztu sveil-
um norðalands var vorið svo kalt, að allar líkur eru
til þess, að lömb hafi komizt þar í korku í vor og
við það bætlist, að sumarið var þar lcalt, og gras-
spretta mjög lítil, eins og áður er sagt. í byrjun olctó-
ber gerði aftöku hríð á Norðurlandi. Þá var enn
óslátrað mörgum lömbum, og munu þau hafa lagt
verulega af við þetta áfall, en sunnanlands var
haustið mjög hagstætt, og dilkar bættu við sig fram í
október.
Aftasti dálkurinn í skýrslunni hér á undan um
mcðalfallþunga dilka sýnir framfarirnar síðan 1934.
Aðeins á einum stað á landinu, Patreksfirði, voru
dilkar léttari haustið 1955 en 1934, en þar er tilviljun
háð, live mörgum lömbum er slátrað árlega og frá
hvaða býlum. Á öllum öðrum stöðum voru þeir vænni