Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 116
112
BÚNAÐARRIT
bændur hafi skapaS sér nógu góða aðstöðu til hey-
öflunar. Heyleysisvofan er enn víða á gægjum og kem-
ur í veg fyrir, að sumir bændur geti átt nógu stór og
arðsöm bú. Þessu þarf að kippa í lag á næstu árum.
Allir bændur þurfa að eiga mikil hey, sem ódýrt hefur
verið að afla. En þótt svo verði, er ekki rétt að hverfa
frá allri kjarnfóðurgjöf handa sauðíe. Beitina á að
nota, þegar tíðarfar leyfir, og þá er ætíð hagkvæmast
að gefa dálitið al' síldar- eða karfamjöli með henni.
Einnig þarf að bæta upp léleg hey — jafnvel þótt
um töðu sé að ræða ef hún cr hrakin eða of úr sér
sprottin — með hóflegri notkun kjarnfóðurs.
Að lolcum vil ég biðja bændur að vera vel á verði
í sauðfjárræklinni um, að ekki snúi á ógæfuhlið.
Síðustu 23 árin hafa verið framfaratímabil. Fram-
leiðslan eftir fóðraða kind hefur stöðugt farið vax-
andi, féð hefur verið ræktað, ekki aðeins til meiri
afurða heldur einnig til betri afurða, og vonandi
lialda þessar framfarir áfram. Það má á hagkvæman
bátt enn auka til muna afurðir eftir fóðraða kind,
með bættri vetrar- og vorfóðrun, þar sem cnn er of
slaklega fóðrað, og með því að auka frjósemi fjárins
með ræktun, fengitímaeldi og horinónagjöf. En
fylgjast þarf vandlega með vænleika dilka frá ári til
árs. Fari dilkar rýrnandi á ákveðnum svæðum eða
í landinu í hcild á tilteknu tímabili, þá þarf vand-
lega að rannsaka, hvort um ofþrengsli í högum sé
að ræða, eða aðrar ástæður. Það er fullvíst mál, að
ekki má fjölga fé í sumarhögum lakmarkalaust,
nema gera eitthvað fyrir beitilöndin, l. d. bera á þau,
en hver takmörkin eru, veit enginn með vissu.
Ileynslan verður að kenna okkur i þessu efni eins
og víðar. Það þýðir ekki að vera með bölsýni og hrak-
spár að óreyndu máli. Einnig þarf að fylgjast vand-
lega með gróðurfarsbrejdingum, einkum á þeim svæð-