Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 119
BÚNAÐARRIT
115
Yfirlitsskýrslan sýnir niðurstöður úr 108 félögum
eða úr 37 fclögum fleira en árið á undan. Félagsmenn
voru 1250, og hafði þeim fjölgað um 419 á einu ári.
Ær á skýrslu voru í ársbyrjun 22770, en aðeins 19302
þeirra voru vegnar bæði haustið 1954 og vorið 1955.
76 ær drápust fyrir fardaga, og er hvorki reiknað með
þeim við útreikning á afurðum eftir á né frjósemi.
Þungi ánna.
Meðalþungi ánna haustið 1954 var 57.5 kg eða 0.1
kg minni en árið áður. Þyngstar voru ærnar í Hruna-
niannahreppi, 67.7 kg, og í Bæjarhreppi í Stranda-
sýslu, 66.3 kg. Léttastar voru ærnar í Borgarhafnar-
hreppi, 48.5 kg og í Álftavershreppi, 49.0 kg, en þess
ber að geta, að í félaginu í síðastnefnda hreppnum
eru allar ær viðkomandi bænda, en ekki úrvalið, eins
og víðast annars staðar.
Þær 19302 ær, sem vegnar voru bæði að hausti )g
vori, þyngdust til jafnaðar 3.1 kg yfir veturinn. Því
miður sýna þcssar tölur ekki nákvæmlcga þyngingu
ánna yfir veturinn, af því að í sumum félögunum eru
ærnar ekki vegnar nógu snemma að haustinu, til þess
að öruggt sé, að þær hafi ekki verið farnar að léttast.
í sunium tilfeílum fer haustvigtun ekki fram, fyrr en
fé er tekið til hýsingar, og hafa þá ærnar oft létzt til
rauna. Það á að vega allar félagsær að haustinu í októ-
ber, helzt fyrir lok sláturtíðar. Sé það gert, gefa þessar
skýrslur raunhæfari mynd af þunga ánna og hvernig
þær eru fóðraðar yfir veturinn en þær gera nú. Gera
má ráð fyrir, að veturinn 1954-—’55 hat'i ærnar ekki
þyngzt alveg eins mikið til jafnaðar og niðurstöður
skýrslunnar sýna, en verið aðeins þyngri haustið 1954
en 57.5 kg. í 12 félögum léttust ærnar yfir veturinn, i
80 þyngdust þær, en í 16 félögum voru ærnar ekki
vegnar að haustinu. í 26 félögum þyngdust ærnar um