Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 129
BÚNAÐARRIT
125
voru 6.5% af fæddum lömbum, þar með lalin lömb
fædd dauð. Þetta eru of mikil lambavanhöld, en aldrei
er hægt að komast hjá nokkrum lambadauða.
I 19 félögum komu 150 lömb eða fleiri af fjalli með
hverjum 100 ám, en i eftirtöldum 7 félögum 160 eða
fleiri: Sf. Víkingur, Dalvík, þingeyski stofninn, 173, Sf.
Vísir, Arnarneshreppi 171, Sf. Austur-Bárðdæla 170, Sf.
Borgarness og Sf. Ólafsfjarðar 164, Sf. Hrunamanna
162 og Sf. Mývetninga 160. í eftirtöldum 3 félögum
komu 100 lömb eða færri af fjalli með hverjum 100
ám: Sf. Skorradalshrepps og Sf. Fellahrepps 100 og
Sf. Hraunhrepps 99.
Afurðir.
Meðalafurðir í dilkum eftir tvílembu í félögunum
voru 71.51 kg (71.54) á fæti eða 27.58 kg (27.49)
dilkakjöt. 1 svigum eru tölur frá árinu 1953—’54. Eftir
hverja einlembu voru afurðirnar 40.11 kg (40.59) á
fæti eða 16.10 kg (16.21) dilkakjöt. Eftir hverja á,
sem skilaði lambi, vógu lömbin á fæti 52.43 kg (50.09)
og lögðu sig með 20.60 kg (20.03) af kjöti, en eftir
hverja fóðraða á 49.46 kg (47.75) á fæti eða 19.44 kg
(18.73) dilkakjöt. Meslur meðalarður í dilkakjöti eftir
tvílembu var í eftirtöldum 4 félögum: Sf. Fellshrepps,
Strand. 33.6 kg, Sf. Von, Bæjarhreppi, Strand. 32.5 kg,
Sf. Hollshrepps, Skag. 32.3 kg og Sf. Kirkjubólshrepps,
Strand. 32.0 kg. Mestur arður í dilkakjöti eftir ein-
lembu, meira en 18.5 kg, var i eftirtöldum félögum:
Sf. Neisti, öxnadal, vestfirzki stofninn, 19.4 kg, Sf.
Austur-Bárðdæla 18.9 kg, Sf. Haukur, Haukadals-
hreppi, Sf. Fellshrepps, Strand. og Sf. Ólafsfjarðar
18.8 kg, Sf. Von, Bæjarhreppi og Sf. Hnífill, Fljótshlið
18.7 kg og Sf. Jökull, Jölculdalshreppi 18.6 kg. Mestar
meðalafurðir í dilkakjöti eftir á, sem skilaði lambi að
hausti, voru í Sf. ólafsfjarðar og Sf. Vestra, Svarfaðar-
dal, þingeyska stofninum, 27.5 kg, Sf. Neista, Öxnadal,