Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 131
BÚNAÐARRIT
127
Tala
lamba Dilka-
Tala Nafn, heimili og félag
Tala að kjöt eftir
áa hausti á, kg
7. Konráð Ásgrímsson, Skálá, Sf.
Fellshr., Skag..................
10 20 30.70
8. Nývarð Jónsson, Garði, Ólafs-
firði, Sf. Ólafsfjarðar ......
12 22 30.34
9. Helgi Ingólfsson, Húsabakka,
Sf. Aðaldæla ......................
11 21 30.34
Aðeins 9 félagsmenn framleiddu meira en 30.0 kg
af dilkakjöti að meðaltali eftir hverja á sína í fjár-
ræktarfélagi. Hæst var Guðrún Sigurgeirsdóttir, Hellu-
vaði, Mývatnssveit. Ær hennar, 10 að tölu, skiluðu
33.86 kg af dilkakjöti að meðaltali. 8 þeirra voru tví-
lembdar, 1 þrílembd og 1 einlembd. Skiluðu þær því að
meðaltali 2 lömbum hver. Næstur í röðinni var Haukur
Jörundarson, kennari á Hvanneyri. Hann átti 9 ær í
fjárræktarfélagi Andaldlshrepps og skiluðu þær 33.70
kg af dilkakjöti að meðaltali. Þær voru allar tví-
lembdar. Þetta er sérstaklega athyglisvert framleiðslu-
afrek, vegna þess að þetta haust voru dilkar á Suð-
vestur- og Suðurlandi óvenju rýrir eftir hið mikla
óþurrkasumar 1955. Þriðji í röðinni var Höskuldur
Stefánsson, Götu á Árskógsströnd. Hann átti 8 ær á
skýrslu, allar tvílembdar, og skiluðu þær til jafnaðar
31.82 kg af dilkakjöli.
Gæðamat falla.
Eins og sjá má af yfirlitsskýrslunni, voru engar upp-
lýsingar gefnar um gæðamat falla af sláturlömbum í
19 félögum af þeim 108, sem skýrslan nær yfir. í sum-
um félögunum var gæðamat á hverju sláturlambi, en
í mörgum þeirra gáfu sumir félagsmenn upplýsingar
Um gæðamatið, en aðrir ekki. Alls var skráð gæðamat
á 15193 föllum sláturlamba, og flokkuðust þau þann-