Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 143
BÚNAÐARRIT
139
alla hrúta. Stjarna við nafn hrútsins i töflu A—G
táknar, að hann sé kollóttur eða hnífilhyrndur.
Strandasýsla.
Þar voru sýndir 390 hrútar, 229 tveggja vetra og
eldri, sem vógu 94.8 kg, og 161 veturgamlir, sem vógu
77.1 kg. Fyrstu verðlaun hlutu 109 af eldri hrútunum,
sem vógu 98.7 kg að meðaltali, og 28 veturgamlir, er
vógu 82.9 kg til jafnaðar, sjá töflu 1. Engin verðlaun
hlutu 53 hrútar. í þrern nyrztu hreppum sýslunnar búa
bændur við gamla fjárstofn sinn, en sunnan Stein-
grímsfjarðar fóru fram fjárskipti haustið 1947 og
aftur á Hólmavík og J)ar í næsta nágrenni haustið
1951. Féð sunnan Steingrímsfjarðar er upprunnið úr
hreppunum norðan fjarðarins og úr Nauteyrarhreppi
og Gufudalssveit. Nokkra furðu vekur það, að hrút-
arnir á fjárskiptasvæðinu í sýslunni skuli vera bæði
þyngri og hlutfallslega betur gerðir, en hrútar í þeim
hreppum þaðan, sem féð var keypt við fjárskiptin, sjá
töflu 1. Munu tvær ástæður fyrir því, hæði er meiri
alúð lögð við fjárval og fóðrun fjárins í fjárskipta-
sveitunum, og enn betra sauðland er þar en í sumum
sveitunum þaðan, sem féð er upprunnið. Féð hefur
lengi verið vænl i Strandasýslu sunnan Iíaldrananes-
hrepps, frjósemi þess mikil og dilkar vænir, en það er
nú víða fullgrófbyggt og því ekki hcppilegt til kyn-
bóta, þar sem sauðlönd eru rýr.
Bæjarhreppur. Þar voru aðeins sýndir hrútar frá
syðstu bæjum sveitarinnar, því að norðan Fögru-
brekku var öllu fé slátrað í haust vegna l'járskipta.
Alls voru sýndir 19 hrútar, sem voru nokkru vænni
cn sýslumeðaltalið, sjá töflu 1. Af þeim hlutu 12 fyrstu
verðlaun, 10 fullorðnir og 2 veturgamlir. Beztu full-
orðnu hrútarnir voru hræðurnir, Grettir og Drellir, á
Melum, synir Fífils þar, báðir prýðilega vel gerðir og