Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 199
BÚNAÐARRIT
195
veg með að rækta upp kostamikið afurðafé, en þurfa
framvegis að vinna að útrýmingu ýmissa galla, sem
enn er of mikið af í fénu, svo sem of lélegri ull, há-
um fótum og of litlum læraholdum.
Hólmavíkui-hreppur. Þar var sýning vel sótt og
sýndir 29 hrútar. Þar af voru 18 fullorðnir, sem vógu
96.4 kg að meðaltali, og 11 veturgamlir, sem vógu
73.2 kg til jafnaðar, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun
hlutu 9 hrútar eða 31.0% af sýndum hrútum.
ÞÖr Stefáns á Víðidalsá frá Felli bar af fullorðnu
hrútunum. Hann er ágætlega þungur, brjóstummál
afbragðs gott, balt frábært og holdfylling framúrsltar-
andi góð. Næstur honum stóð Goði Helga á Hrófá frá
Arnkötludal. Hann er prýðilega þungur og holdfyllt-
ur, en fullgrófur. Sá þriðji var Múli Gests á Víðidalsá
frá Stóra-Fjarðarhorni, sem er vænn og mikill hrút-
ur, en fullháfættur. Af veturgömlu hrútunum hlutu
aðeins tveir I. verðlaun, þeir Spakur á Hrófá og Lokk-
ur Ólafs Magnússonar, Hólmavík. Eru þeir báðir mjög
álitlegar kindur, en Lokkur er þó í léttara lagi.
Ilrófbergshreppur. Þar var gert ráð fyrir að haldnar
yrðu tvær sýningar, önnur að Ósi, en hin að Stað. Sýn-
ingin að Stað féll niður, vegna þess að göngum hafði
verið frestað um viku norðan girðingar, og voru menn
því elcki búnir að heimta hrúta sína. A leið úr Árnes-
hreppi í Fellshrepp kom ég við i Staðarrétt og dæmdi
hrúta þá, sem þar voru fyrir, er ég kom þangað. Ekki
náðisl þó í nema lítinn hluta af hrútunum norðan
girðingar þar, og varð því þátttakan í sýningunum í
hreppnum í heild lítil.
Sýndir voru alls 20 lirútar, 12 fullorðnir, sem vógu
94.6 kg að meðaltali, og 8 veturgamlir, sem vógu
77.6 kg til jafnaðar. Aðeins þrír hrútar í hreppnum
hlutu I. verðlaun, og voru þeir allir fullorðnir. Bezt-
ur þeirra var Iíollur í Stakkanesi frá Hólum í Staðar-
dal, lágfættur hrútur og ágætlega holdfylltur, en