Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 201
BÚNAÐARRIT
197
það að öllum líkindum af of mikilli skyldleikarækt.
Ætti það að vera tilvalið verkefni fj'rir sauðfjár-
ræktarfélagið í hreppnum að reyna hrúta frá Svans-
hóli á óskyldar ær, i þeim tilgangi að sameina hold-
semina i Svanhólsfénu þunganum í bezta óskylda
fénu í hreppnum. Takist þetta, mega bændur í Kald-
rananeshreppi vel við una, því að þá myndu þeir
eignast fé, sem í flestu ef ekki öllu stæði jafnfætis
bezta fé í sýslunni.
Árneshreppur. Þar voru tvær sýningar og báðar
mjög vel sóttar. Sýndir voru alls 83 hrútar, 45 full-
orðnir, sem vógu 88.3 kg til jafnaðar, og 38 vetur-
gamlir, sem vógu 72.4 kg að meðaltali. Voru hrút-
arnir í Árneshreppi léttari heldur en i nokkrum öðr-
um hreppi sýslunnar. Stafar það vafalaust mikið af
því, að lambhrútarnir eru víða svo laklega fóðraðir,
að þeir híða þess ekki bætur og ná því aldrei ásköp-
uðum þunga, og eins er hætt við, að hrútarnir eigi
víða ekki nógu gott á öðrum vetri, til þess að geta
þá tekið þann þroska, sem eðlilegur er. Alls hlutu 13
hrútar í hreppnum I. verðlaun, en 26 hrútar hlutu
engin verðlaun. Fyrri talan er of lág, en seinni talan
jafnframt allt of liá. Tölur þessar sýna, að menn
leggja sig ekki nóg fram um hrútavalið, þvi að tæp-
lega er hægt að kenna misheppnaðri fóðrun um allt,
sem ai'laga fer. Margir hrútar, sem á sýninguna komu,
voru svo kostarýrir, að leitun er á öðru eins. Séu
slíkir hrútar notaðir til lengdar, hljóta þeir að stór-
skemma hvern meðalfjárstofn, ef rýrðin er þeim
ásköpuð, en sé hún vannæringu að kenna, gera þeir
sjaldnast betur en að halda lélegum stofni óskemmd-
Um, því að engin vissa er fyrir því, hverjum kostum
Vanalinn hrútur býr yfir. Þeir koma eltki í ljós á hon-
um sjálfum.
Enda þótl margir hrútar væru lélegir í hreppnum,
voru þó sumir ágætir. Bezti hrúturinn í hreppnum