Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 203
BÚNAÐARRIT
199
Norður-ísafjarðarsýsla.
Alls voru sýndir 230 hrútar í sýslunni, 132 full-
orðnir og 98 veturgamlir. Þeir eldri vógu 90.0 kg eða
2.1 kg minna að meðaltali en jafngamlir hrútar á
sýningunum 1952, en þeir veturgömlu vógu 72.4 kg
til jafnaðar eða 1.3 kg minna en veturgömlu hrút-
arnir vógu 1952, sjá töí'lu 1 og 2. Fyrstu verðlaun
hlutu nú 80 hrútar, 63 fullorðnir og 17 veturgamlir,
en 41 hlaut engin verðlaun. Þótt hrútarnir séu nú að-
eins léttari en í síðuslu sýningarumferð, þá eru þeir
jafnbetur gerðir, þvi að nú hlutu 34.8% þeirra I.
verðlaun, en 1952 aðeins 21.0%, sjá töflu 2. Fyrstu
verðlauna hrútarnir, fullorðnu, vógu nú 95 kg og þeir
veturgömlu 77.9 kg til jafnaðar. Tafla B sýnir þunga,
mál, ætterni og eigendur allra I. verðlauna hrúta í
sýslunni.
Snæfjallahrcppiir. Þar var sýningin vel sótt.
Sýndir voru 19 hrútar, 7 l'ullorðnir og 12 veturgamlir.
Þeir voru aðeins vænni en meðalhrútar í sýslunni,
einkum þeir veturgömlu, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun
hlutu 3 lirútar fullorðnir, er vógu 99.3 kg til jafn-
aðar, og 2 veturgamlir, sem vógu 78.0 kg að rneðal-
tali. Þrír veturgamlir hrútar hlutu engin verðlaun.
Bezli fullorðni hrúturinn var Pétur Iíjartans í Un-
aðsdal, jötunn vænn, en háfættari en æskilegast væri.
Dvergur í Bæjum er hnellinn og holdgóður, en full-
léttur. Hringur í Æðey frá Laugalandi er kostamikill
hrútur, hefur ágætan brjóstkassa og mikil hold.
Úczti veturgamli hrúturinn var Kolur á Mýri frá
Hamri í Nauteyrarhreppi. Hann er í senn þróttlegur,
bungur, þykkvaxinn og holdgróinn. Má gera sér góðar
vonir um að hann reynist vel til kynbóta.
Nauteyrarhreppur. Þar féll niður sýning í innsveit-
hmi, en út á Melgraseyri var sæmilega sótt sýning.
Sýndir voru 40 hrútar þeir jafnþyngstu í einum