Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 204
200
BÚNAÐARRIT
hreppi í sýslunni, en þó léttari en á sýningunni 1952
og ekki að sarna skapi vel gerðir og holdgrónir. Þeir
fullorðnu, 23 að tölu, vógu 94.5 kg, og 17 veturgamlir
vógu 76.6 kg til jafnaðar. Fyrstu verðlaun hlutu að-
eins 11 hrútar, allir fullorðnir. Blakkur á Hamri bar
af hrútunum á sýningunni. Hann er lágfættur, linell-
inn, réttvaxinn, holdgróinn og þolslegur, en hefur of
gula ull. Næslur lionum stóð Spakur á Vonarlandi frá
Hamri, líka ágætur einstaklingur, en mun háfættari.
Sá þriðja var Múli i Ármúla frá Laugalandi, prýðileg
holdakind og vel gerður, en jafnast þó hvergi nærri
við Blakk á Hamri í því tilliti. Sá í'jórði var Hringur
á Hallsstöðum frá Hamri, útlögumikill og holdgóður
hrútur. Ljómi Jóns Ebeneserssonar á Fremri-Bakka er
jötunn vænn, með allra stærstu hrútum, fríður og
holdmikill, en mun varla hæfa vel lil undaneldis, nema
þar sem landgæði eru mikil. Að lokinni sýningu sá ég
hrútana í Múla. Tveir þeirra, fullorðnir, eru prýði-
legir einstaklingar, sem bera vott um, að l'járstofn-
inn þar lieldur sér enn vel.
Lengi hefur verið til vænt og kostamikið fé á sum-
um bæjum í Nauteyrarhreppi, en eftir hrútasýning-
unni að dæma, er fé þar ekki í framför. Að vísu getur
verið, að eitlhvað hafi verið lil af góðum hrútum í
hreppnum, sem ég sá ekki, en ólíklegt er, að þeir
ósýndu liafi jafnazt á við þá, sem sýndir voru. All-
mikill áhugi ríkir nú, einkum hjá yngri bændum í
hreppnum, á því að bæta féð og hefur verið stofnað
sauðfjárræktarfélag í þeim tilgangi. Verkefni þess er
miltið, því margir ágætir einstaklingar eru til í sveit-
inni, þótt féð sé of sundurleitt og margt al' því gróf-
byggt og ekki nógu holdþétt. Lambhrútavalið þarf
að vanda og uppeldi þeirra einnig, til þess að með-
fæddir eiginleikar lirútanna fái að njóta sín.
Reykjarfjarðarhreppur. Þar var prýðilega vel sótt
sýning. Sýndir voru 54 hrútar, og voru þeir aðeins létt-