Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 205
BÚNAÐARRIT
201
ari að meðaltali en hrútarnir í sýslunni í heild, sjá
töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 23 hrútar eða 42.6%,
16 fullorðnir, sem vógu 95.1 kg, og 7 veturgamlir, er
vógu 78.0 kg að meðaltali, sjá töflu 1 og töflu B. Þótt
hrútar í Reykjarfjarðarhreppi séu léttari en í Naut-
eyrarhreppi, þá eru þeir mun þéttvaxnari og hold-
grónari, enda hafa margir bændur í Reykjarfjarðar-
hreppi unnið ötullega að kynbótum fjárins síðustu
árin. Goði Páls í Þúfum frá Reykjarfirði, sonur
Þjálfa þar, er metfé. Hann er lágfættur og þykkvax-
inn, með frábær hold á haki og í lærum og bakið
óvenju breitt og sterkt. Hrímnir Salvars í Reykjar-
firði er líka metfé. Vöttur Hákonar í Reykjafirði frá
Valnsfirði er ágætur einstaklingur og Þjálfi sama eig-
anda er einnig ágæt kind, en farinn að rýrna, enda
orðinn 8 vetra. Seyður Ólafs í Slcálavík er glæsilegur
einstaklingur, ættaður frá Eyri í Seyðisfirði og ber
ákveðin einkenni beztu kinda úr fénu þar. Prúður
Sigurðar Steinssonar er þéttvaxinn og holdgóður
hrútur. Nokkrir af I. verðlauna hrútunum eru háfættari
cn æskilegt væri, t. d. Vargur og Þór í Þúfum, Prúður
á Galtarhrygg og Goði í Heydal, sjá töflu B. Nú er
uýstofnað sauðfjárræktarfélag i hreppnum, og vænti
ég góðs af starfsemi þess, því að margir bændur i
Reykjarfjarðarhreppi hafa mikinn áhuga á því að
rækta féð sem bezt.
Ögurhrcppur. Þar voru sýndir 29 hrútar á tveimur
sýningum. Þeir voru svipaðir að vænleika og hrút-
arnir í sýslunni í heild. Af þeim lilutu 9 fyrstu verð-
laun, 7 fullorðnir, er vógu 96.1 lcg, og 2 veturgamlir,
sem vógu 82.5 kg til jafnaðar. Á sýningunni í Ögri var
Kálfi í Hagakoti frá Kálfavík þyngsti og útlögumcsti
hrúturinn. Glanni og Skalli á Hrafnabjörgum eru
báðir vel gerðir og lágfættir, en tæplega nógu útlögu-
miklir. Á sýningunni í Hvítanesi voru jafnkostameiri
hrútar en í ögri. Freyr í Hvítanesi er pýðilega vænn