Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 206
202
BÚNAÐARRIT
hrútur, en fullháfættur. Hringur í Kálfavík er af-
bragðs kind, þéttvaxinn, þungur, lágfættur og hold-
gróinn á baki og í lærum. Freyr í Litla-Bæ, ættaður
frá Hamri í Nauteyrarhrcppi, er afbragðs kind að allri
gerð en of gulur. Snorri í Kálfavík, sonur Hrings þar,
er þroskamikill og álitlegur hrútur, en ekki jafnoki
föður síns að gerð. Hringur á Kleifum er fullháfætt-
ur, en að öðru leyti álitlegur hrútur.
Féð í ögurhreppi, eftir hrúturn að dæma, er all-
sundurleitt. Þyrfti að vinna ötullega að kynbótum
þess.
Súðavíkurhreppnr. Þar voru sýndir 40 hrútar á 2
sýningum, að Eyri og í Súðavík. Hrútarnir voru frem-
ur léttir. Þeir fullorðnu, 21 að tölu, vógu 86.0 kg, en
þeir veturgömlu, 19 að tölu, aðeins 68.3 kg til jafn-
aðar og voru því léttustu veturgömlu hrútar í sýsl-
unni, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 14 hrútar, 10
fullorðnir, sem vógu 92.3 kg til jafnaðar, og 4 vetur-
gamlir, sem vógu 75.5 lcg að meðaltali. Af fullorðnu
hrútunum voru þeir jafnbeztir Gústi á Svarthamri,
Gústi á Svarfhóli, báðir frá Ágústi á Eyri, og þeir
Nói og Kópur á Eyri. Þeir eru þolslegir, vel gerðir og
sæmilega vænir og bera sterk einkenni Eyrarfjárins,
scm er kostamikill fjárstofn, sem hefur verið mikið
skyldieikaræktaður að undanförnu og ef til vill um
of, til þess að fá væna sláturdilka. Margir hrútarnir
á Eyri voru ekki nógu góðir, enda munu þeir ekki
vera nógu vel uppaldir. Fjárstofninn á Eyri gefur
ekki miklar afurðir heimafyrir, enda er fóðursparn-
aðarstefnan enn stunduð þar. Margar kindur þaðan,
hæði hrútar og ær, hafa reynzt prýðilega í fjárskipt-
unum, en einstaklingar í stofninum virðast búa yfir
mjög mismunandi afurðagetu. Sumar ær þaðan eru
frábærar mjólkurær, en aðrar mjólka mjög illa og
gera því léleg lömb. Grettir Bjarna í Tröð frá Reykjar-
firði er holdþéttur og vel vaxinn hrútur, en fullléttur