Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 207
BÚNAÐARRIT
203
en þó líklegur til kynbóta. Orri Matthiasar í Súðavík er
mikil kind, en í háfættara lagi. Af veturgömlu hrút-
unum eru þeir beztir Goði í Meiri-Hattardal frá
Bjarna í Tröð og Kúði á Eyri, báðir mjög álitlegir
hrútar. Næstir þeim koma Höttur Ragnars Þorbergs-
sonar, Súðavík, frá Meiri-Hattardal og Kollur á
Dvergasteini frá Bjarna í Tröð.
Eyrarhreppur. Þar voru sýndir 22 hrútar, 15 full-
orðnir, sem vógu 94.1 kg, og 7 veturgamlir, sem vógu
71.4 til jafnaðar. Fyrstu verðlaun hlutu 7 hrútar
fullorðnir, sem vógu 103.1 kg að meðaltali og eru
þvi langvænstu fullorðnu lirútarnir, sem fcngu fyrstu
verðlauu í einum hreppi í sýslunni. Aðeins 1 vetur-
gamall hrútur hlaut fyrstu verðlaun. Bezti hrúturinn
var Fífill Bjarna í Tungu, sein er metfó að vænleika
og gerð. Næstur honum stóð Peningur Hjartar Stur-
laugssonar i Fagrahvammi. Hann er sterkbyggður,
óvenju bakbreiður og ágætlega holdmikill. Á eftir
honum komu Kollur í Arnardal, Reykur Friðriks Vil-
hjálmssonar á ísafirði og Grettir í Naustum. Kollur
er ágætlega gerð holdakind, Reykur er ágætlega vænn,
sterkbyggður, hefir ágætar útlögur, frábæra bringu,
mikil bakhold, en lærvöðvarnir eru i linara lagi.
Grettir í Naustum er þóttholda, en fullléttur.
Hólshreppur. Þar voru sýndir 2(5 hrútar, 17 full-
orðnir, sem vógu til jafnaðar aðeins 84.9 kg og voru
því jafnléttari en fullorðnir hrútar i nokkrum öðrum
hreppi sýslunnar, og 9 veturgamlir, sem vógu að með-
altali 73.4 kg. Þótt hrútar í Hólshreppi sóu yfirleitt
léttir, þá eru margir þeirra vel gcrðir. Fyrstu verð-
laun hlutu 10 hrútar, 9 fullorðuir og 1 veturgamall,
sjá töflu 1 og töflu B.
Af 3 vetra hrútunum voru þessir beztir: Múli Högna
á Ósi í báðar ættir frá Múla i Nauteyrarlireppi, Stygg-
ur og Bláfeldur sama eiganda, báðir af Múlastofni,
sjá töflu B, og Gylfi á Gili, ættaður frá Reykjarfirði.