Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 210
206
BÚNAÐARRIT
Stúfur og Múli sama eiganda, báSir prýðilegir hrút-
ar. Bezti veturgamli hrúturinn var Fákur Ragnars
í Dalshúsum. Hann er þungur, lágfættur og hold-
góður. Kollur Guðmundar á Kotum frá Litla-Bæ i
ögurhreppi stóð næstur Fáki í þeim aldursflokki.
Hann er fremur léttur, en jafnvaxinn og holdgóður.
Hrútar í Mosvallahreppi eru mjög misjafnir. Margir
þeirra eru alltof lausbyggðir, stórir og holdlitlir. Ön-
firðingar þurfa að kappkosta að fá féð holdameira en
nú er, en viðhalda frjósemi og mjólkurlagni ánna.
Þetta er hægt ef alúð er lögð við fjárræktina, fylgzt
með afurðagetu ánna og tekið lillit til vaxtarlags og
holdafars við líflambavalið, þ. e. a. s. velja til lífs
bezt gerðu lömbin undan afurðamestu ánum.
Mýralireppur. Þar voru haldnar tvær sýningar,
háðar ágætlega sótlar. Alls voru sýndir i hreppnum
76 hrútar, 46 tveggja vetra og eldri, er vógu til jafn-
aðar 93.2 kg, og 30 veturgamlir, sem vógu 77.5 kg að
meðaltali. Hrútar í Mýrahreppi eru því nú í röð þeirra
vænstu i sýslunni. Fyrstu verðlaun hlutu 22 full-
orðnir og 6 veturgamlir hrútar. Þeir fyrrnefndu vógu
96.5 kg, en þeir síðarnefndu 80.3 kg til jal'naðar. Á
sýningunni í Dýrafirði var Eyrir í Neðri-Hjarðardal
frá Eyri í Seyðisfirði beztur af fullorðnu hrútunum.
Hann er metfé, í senn lágfættur, ldettþungur miðað
við stærð, holdgróinn og hraustlegur með afbrigðum,
en hefur of grófa ull, og of mikið er af gulum hárum í
henni, sjá töflu C. Eyrir var sýndur með afkvæmum,
sjá umsögn um hann i grein um afkvæmasýningar í
þessum árg. Búnaðarritsins. Næslur Eyri stóð Kolur
á Mýrum frá Gemlufalli, ágætur einstaklingur. Sá
þriðji var Ivollur í Fremri-Hjarðardal frá Fremstu-
Húsum, sonur Fálka. Hann er lágfættur, útlögumikill
og holdgóður. Næslir í röðinni voru Spakur og Glói
á Höfða, háðir frá Jóhannesi Davíðssyni, synir Eyris.
Þeir eru mjög vænir og virkjamiklir hrútar, sá fyrr-