Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 214
210
BÚNAÐARRIT
eldri hrútunum. Hann er mjög vænn og prýöilega
gerður. Næstur honum stóð Dagur á Borg einnig
ágætur hrútur. Á sýningunni á Laugabóli hlutu að-
eins 2 hrútar I. verðlaun, Gutti á Ósi, klettþungur og
framúrskarandi þróttmikil kind, en hefur of lélega
ull, og Gutti í Hokinsdal, sem er mjög harðholda ein-
staklingur, en varla nógu útlögumikill. Áliugi fyrir
fjárrækt fer mjög vaxandi í Auðkúluhreppi. Eftir
hrútum að dæma, er fé þar enn mjög misjafnt, en
með réttu úrvali mun auðvelt að stórbæta það.
V estur-Barðastrandarsýsla.
Þar voru sýndir 142 hrútar, 106 tveggja vetra og
eldri, sem vógu 89.1 kg, og 36 veturgamlir, sem vógu
73.9 kg að meðaltali. Var því minni þátttaka í sýn-
ingunum nú en 1952 og hrútar aðeins léttari, sjá
töflu 2.
Suðiirfjarðahrcppur. Þar var fásótt sýning, enda
var ekki til hennar boðað fyrr en sama dag og hún
var haldin, því að oddviti hreppsins hafði afþakkað
boð Búnaðarfélags Islands um að halda sýningu, en
er til kom, óskuðu bændur eindregið eftir, að sýning
yrði haldin, þótt ekki gætu nema fáir notfært sér
hana með svo litlum fyrirvara. Það er hvimleitt, þegar
oddvitar kynna sér ekki viðhorf búfjáreigenda, áður
en þeir svara sýningartilboðinu og öðru sliku, er bú-
fjárrækt varðar. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem odd-
vili Suðurfjarðahrepps hefur afþakkað hrútasýn-
ingu, án þess að hafa kynnt sér viðhorf bænda.
Sýningin var haldin í Otradal. Alls voru sýndir
14 hrútar fullorðnir og 7 veturgamlir. Voru þeir jafn-
rýrari en í öðrum hreppum sýslunnar, sjá töflu 1.
Fyrstu verðlaun hlutu 5 hrútar fullorðnir. Þrír
þeirra voru frá Fossi: Lágfótur þar bar al' öllum
hrútunum á sýningunni. Hann er ættaður frá Feigs-