Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 223
BÚNAÐARRIT
219
af hinum gamla landskunna Kleifastofni, þrátt fyrir
alll liið mikla umrót, sem varð við fjársliiptin.
Haukadalshreppur. Á sýningunni í Brautarholti var
Surtur Aðalsteins í Brautarholti frá Skarði í Hauka-
dal heztur af fullorðnu hrútunum. Hann er dugnaðar-
kind, ágætlega holdmikill, en fullgrófur um herðar.
Næstur honum stóð Kollur í Köldukinn frá Kollabúð-
um, duglegur hrútur, en hefur fullrýr læri. Af vetur-
gömlum hrútum var Skalli Brynjólfs í Brautarholti
beztur. Hann er úr sæðinguin, sonur Skalla á Vil-
mundarstöðum og golsóttrar ær í Brautarholti. Hann
er prýðilega vænn og mælist vel, en fullstór. Rani
Gunnars á Mjóabóli frá Saursstöðum cr ágætlega hold-
mikill, en fullléttur.
Á sýningunni að Hömrum var Lindi Iíarls á Smyrl-
lióli beztur af sex vetra hrútum. Hann er klettþungur
með afbragðs brjóstummál, framúrskarandi gott bak
og afburða hold. Hann er harður með afbiúgðum.
Næstur honum stóð Snígill Guðmundar á Leikskál-
um. Hann er afbragðs holdakind, einkum livað læri
snertir, og er lágfættur, en bógar fulllausir. Snígill
er án efa mikil kynbótakind, eins og getið verður
síðar. Þriðji af öldungunum var Kollur Guðjóns á
Hömrum, dugmikill hrútur, sem hefur enzt ágætlega.
Hrútar þeir á sýningunni, sem voru eldri en vetur-
gamlir, en yngri en 6 vetra, voru flestir tveggja og
þriggja vetra. Var þeim raðað í einum hóp. Beztu
hrútarnir þar voru Serkur Jóns á Leikslcálum og
Nökkvi Kristjáns á sama bæ, báðir synir Snígils. Serk-
ur er í alla staði framúrskarandi vel gerður, en hefur
of gula ull. Nökkvi er einnig afburða holdakind, en
tæplega nógu bakbreiður. Þessir tveir hrútar voru
einu hrútarnir undan Snigli, sem sýndir voru í
hreppnum. Þeir sýna, að Snigill hel'ur mikið kyn-
bótagildi. Þriðji hrúturinn í þessum hópi var Háfell-
ingur Iiristmundar á Giljalandi, sonur Garps á Háa-