Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 224
220
BÚNAÐARRIT
felli í Miðdalahreppi, framúrskarandi vænn og hold-
mikill hrútur, en of háfættur. Sá fjórði var Kvistur
Jóns á Saursstöðum, ágætlega holdmikill lirútur, en
með ivið lausa bóga. Af veturgömlum hrútum stóð
Skalli Árna á Hömrum efstur. Hann er afbragðs
holdakind, en hefur leiðinlega ull. Glæsir Kristins á
Leikskálum stóð næstur. Hann er jötunn vænn með
feikna brjóstummál, en fullgrófur. Sá þriðji var
Hrani Jóns á Saursstöðum, sonur Bjarts á Hesti. Hann
er feikna vænn, en háfættari og grófari en æskilegt
er. Einnig skorti nokkuð á, að lærahold gætu talizt
ákjósanleg.
Miðdalahreppur. Þar voru haldnar tvær sýningar,
að Fellsenda og Stóra-Skógi. Á sýningunni að Fells-
enda var Gils á Breiðabólstað frá Kleifum í Gils-
firði beztur af 6 vetra hrútum. Hann er að vísu
fremur léttur, en hefur afburða góð hold og virðist
endast skínandi vel. Næstur honum stóð Garpur á
Háafelli frá Garpsdal, framúrskarandi holdakind, sem
endist ágætlega. Hann er mikil kynbótakind eftir son-
um hans að dæma. Þriðji hrúturinn í þessum hóp
var Kollur á Sauðafelli, þungur og mikill hrútur, en
fullholdlítill á mölum. Af tveggja til fimm vetra
hrútum stóð Eitill Finns á Háafelli, sonur Garps, efst-
ur. Hann er holdmikill með afbrigðum, en hefur full-
brattar malir. Næstur honum stóð Brúsi á Sauðafelli
frá Dunki, ágætur hrútur, holdmikill og vel gerður.
Sá þriðji var Hrímur á Erpsstöðum, ágæt holdakind
með frábært bak, en fullléttur. Næstur Hrím stóð Gul-
hnakki í Bæ, afburða lioldakind, en léttari en skyldi.
Af vcturgömlum hrútum stóð Kollur Finns á Háafelli,
sonur Lauks á Kolsstöðum, efstur, en Kóngur sama
eiganda, sonur Garps, næstur honum. Þessir hrútar
voru mjög áþekkir að vænleika og málum, en Kollur
öllu fallegri kind. Kóngur liefur fullbrattar malir eins