Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 226
222
B Ú N A Ð A R R I T
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla.
Sýningar voru haldnar í öllum hreppum sýslunnar
og voru þvínær allar mjög vel sóttar. Sýndir voru
595 hrútar, 426 fullorðnir, sem vógu 90.1 kg, og 169
veturgamlir, sem vógu 72.7 kg til jafnaðar. Fyrstu
verðlaun hlutu 256 hrútar eða 43% af sýndum hrút-
um, en 64 voru ónothæfir eða 10.7%.
Að loknum sveitasýningum hélt Búnaðarsamhand
Snæfellinga héraðssýningu á hrútum að Vegamótum.
Ekki var þó hægt að sýna á þeirri sýningu aðra hrúta
en þá, sem áttu heima vestan varnargirðingarinnar,
sem liggur yfir austanvert Snæfellsnes. Þrír austustu
hreppar sýslunnar gátu því eklti tekið þátt i þessari
sýningu.
Þátttaka í héraðssýningunni var ákveðin í hlut-
falli við fjárfjölda í hreppunum. Á hreppasýningun-
um voru valdir hæfilega margir bezlu hrútarnir til
þess að senda á héraðssýninguna, og var þeim ekki
raðað eftir gæðum fyrr en þangað kom. Tafla G
sýnir þunga, mál, ætterni og eigendur I. verðlauna
hrúta í Snæfellsnessýslu.
Skógctrsirandai’hreppur. Sýningin þar var prýðilega
sótt. Sýndir voru 69 hrútar, 49 fullorðnir, sem vógu
94.0 kg, og 20 veturgamlir, sem vógu 77.7 kg að
meðaltali. Voru því vænni veturgamlir hrútar á
Skógarströnd en í öðrum hreppum sýslunnar, og að-
eins í Fróðárhreppi voru vænni hrútar fullorðnir, sjá
töflu 1. Hrútarnir á sýningunni voru óvenju kosta-
miklir, cnda hlutu 62.3% þeirra I. verðlaun. Koll-
óttir og hyrndir hrútar voru dæmdir sitt í hvoru lagi.
Bezlu kollóllu hrútarnir þriggja vetra og eldri voru
þessir: Lagður á Keisbakka, sem er djásn að allri
gerð, þéttvaxinn, þungur, smár, bakbreiður og hold-
gróinn, Svalur í Litla-Langadal frá Laugabóli í Naut-
eyrarhreppi, sem er gríðar vænn og þróttmikill ein-