Búnaðarrit - 01.01.1957, Síða 227
BÚNAÐARRIT
223
staklingur, með óvenju breitt og sterkt bak, Prúður
á Dröngum frá Ljárskógum af Múlaslofni, sem er
jafnvaxinn og prýðilega gerður hrútur. Bezlu koll-
óttu tvævetlingarnir voru Skalli á Ytra-Leili, Sómi á
Hólmlátrum og Hreinn á Keisbakka. Skalli er í senn
þungur, lágfættur, bakbreiður, útlögumikill og hold-
þéttur. Sómi stendur honum lílið að baki, en Hreinn
er fulllausholda og hefur ekki næga vöðvafyllingu á
mölum. Dvergur á Innra-Leiti bar af kollóttu hrút-
unum velurgömlu. Hann er metfé. Næstur honuin
stóð Gosi á Vörðufelli, sem er ágælur, en ekki jafn-
útlögumikill og Dvergur.
Beztu hyrndu hrútarnir fullorðnu voru þessir:
Svarri á Vörðufelli, fegðarnir Prúður og Gulur i
Litla-Langadal og Glæsir í Stóra-Langadal. Svarri er
réttvaxinn hrútur, holdmikill, allþolslegur og svip-
inikill einstaldingur. Prúður er hnellinn, lágfættur,
bakbreiður og holdmikill hrútur, en ekki eins glæsi-
legur og Svarri. Gulur, sonur Prúðs, er nokkru stærri
kind, útlögumeiri, en ekki jafnþéttur. Glæsir hefur
fullháar herðar, en er lágfættur og drjúgur hrútur.
Kópur Guðmundar á Dröngum bar af hyrndu hrút-
unum veturgömlu og var dæmdur bezti hrúturinn í
sauðfjárræktarfélagi Skógarstrandarhrepps. Kópur er
fagur einstaklingur, i meðallagi stór, ágætlega þung-
ur, útlögumikill og bakbreiður, prýðilega holdgróinn
og sérstaklega lýtalaus. Nauðsynlegt er að fylgjast vel
með afkvæmum Kóps. Reynist liann búa yfir lcyn-
festu, þá getur hann orðið mjög verðmælur kynbóta-
hrútur.
Skógstrendingar eru miklir áhugamenn um fjár-
rækt, enda eru þeir að gerbreyta fé sínu til batnaðar.
Þeir fengu við fjárskiptin svipað fc og aðrir í sýsl-
unni, en eiga nú jafnbeztu hrútana.
Helgafellssveit og Stykkishólmur. Þar var fjölsótt
sýning. Sýndir voru 84 hrútar, aðeins þyngri til jafn-