Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 228
224
BÚNAÐARRIT
aðar en hrútarnir í sýslunni í heild, sjá töflu 1. Fyrstu
verðlaun hlutu 31 hrútur fullorðinn og 6 veturgamlir,
Þeir fullorðnu vógu til jafnaðar 94.5 kg, en þeir vetur-
gömlu 79.2 kg. Eftirtaldir hrútar voru úrskurðaðir
beztir til að sýnast á héraðssýsningunni: Köggull 22
og Rófi á Svelgsá, Dropi Bærings í Efri-Hlíð, Óðinn
31 á Innri-Kóngsbakka, Spakur H8 á Ytri-Kóngs-
bakka, Víðir 34 og Bjartur 25 i Bjarnarhöfn, Þróttur
á Saurum og Valur Christians Zimsen í Stykkishólmi.
Þessir hrútar voru allir prýðilegir einstaldingar. Þrír
þeirra, Köggull, Dropi og Bjartur eru synir Mjaldurs
Christians Zimsen, en Mjaldur var talinn einhver
hezli hrúturinn af Múlastofni, sem kom á Snæfellsnes
eftir fjárskiptin.
Fjáreigendur í Helgafellssveit og Stykkishólmi hafa
lagt mikið kapp á að hæta fé sitt á undanförnum ár-
um með allmiklum árangri. Betri hluti hrútanna,
einkum þeir kollóttu, eru ágætlega gerðir einstak-
lingar og bera margir sterk einkenni Múlafjárins, enda
fclstir að meira eða minna leyti af þeim stofni. Að
Bjarnarhöfn komu hrútar frá Asparvík á Ströndum.
Sumir þeirra eru að nokkru leyti úl af Svanshóls-
fénu í Kaldrananeshreppi. Bjarnarhafnarhrútarnir
eru margir mjög holdgrónir, en sumir varla nógu
útlögumiklir og því ekki nógu þungir. Það er skemmti-
legt viðfangsefni fyrir fjárræktarfélagið að vinna að
því að sameina kostina úr þessum tveim óskyldu
kollóttu stofnum, þ. e. Múlastofninum og Asparvíkur-
stofninum. Þótt margir hrútarnir séu miklum kost-
um búnir, þá hafa allmargir þeirra ýmsa smærri galla,
ekki nógu góðar tennur, eitthvað gallaðar klaufir,
eru varla nógu útlögumiklir og hafa ekki nógu góða
ull.
Eyrarsveit. Sýningin þar var prýðilega sótt. Alls
voru sýndir 76 hrútar. Þeir voru margir fremur léttir,
og aðeins í einum hreppi í sýslunni, Staðarsveit, voru