Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 229
BÚNAÐARRIT
225
hrútarnir léttari til jafnaðar, sjá töflu 1. Beztu hrút-
arnir í Eyrarsveit voru þó ágætlega vænir. Eftir-
taldir hrútar voru taldir bezt fallnir til þess að niæta
á héraðssýningunni: Víðir í Suður-Bár, Máni og Hörð-
ur Guðna á Berserkseyri, Háleggur og Spakur Guð-
niundar á Hallbjarnareyri og Móri á Hálsi. Hörður
og Máni á Berserkseyri eru báðir prýðilega vel gerðir,
þykkvaxnir, þéttholda og iiklegir til kynbóta. Viðir í
Suður-Bár er þéttvaxin holdakind, en hefur fullkrapp-
an brjóstkassa og er ekki nógu þungur, þótt hann væri
bezti tvævetlingurinn á sýningunni. Háleggur og
Spakur á Hallbjarnareyri eru kostamiklar kindur, en
nijög ólíkir að gerð. Sá fyrrnefndi er mikil hraust-
leika- og holdakind, en of háfættur. Sá síðarnefndi
er aftur á móti lágfættur, þéttur og gróinn í holdum.
Móri á Hálsi er afbragðs kind, hann er þungur, lág-
fættur, bollangur, holdmikill og hraustlegur.
Fjáreigendur i Eyrarhreppi þurfa að herða sóknina
i kynbótastarfinu. Það eru of margir lélegir hrútar
í sveitinni, en í góðu hrútunum er ágætur efniviður
að vinna úr. Landkostir eru miklir í Eyrarsveit, og
ætti því að vera auðvelt að rækta þar upp vænt, vel
gert og afurðamikið fé.
Fróöárhreppur. Sýning var þar vel sótt. Alls voru
sýndir 32 hrútar, 20 fullorðnir, er vógu 94.6 kg til
jafnaðar og voru því vænni en jafnaldrar jæirra í öðr-
um hreppum sýslunnar, og 12 veturgamlir, sem vógu
72.6 kg að meðaltali og voru því svipaðir að þunga
og jafnaldrar þeirra í sýslunni í heild, sjá töflu 1.
Fullorðnu hrútarnir voru flestir kostamiklar kindur,
enda hlutu 75% þeirra fyrstu verðlaun. Ákveðið var,
að eftirtaldir þrír hrútar yrðu sendir á héraðssýning-
una: Freyr og Kolnefur á Brimilsvöllum og Óðinn í
Fögruhlíð. Þessir hrútar eru allir jötunvænir og vel
gerðir. Freyr er þeirra beztur, en honum er fundið
það til foráttu, að liann ber augljós einkenni þess