Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 231
BÚNAÐARRIT
227
vetra, á Stóra-Kambi og Kolur, veturgamall, í Húsa-
nesi. Þessir hrútar voru allir afbragðs kindur og einn
þeirra, Jökull á Litla-Kambi, var dæmdur bezti hrút-
urinn á héraðssýningunni og vísast til umsagnar um
hann þar, sjá bls. 235. Af öðrum hrútum má nefna
Öðling 5 á Knerri frá Laugabóli, sem er mikil væn-
leika- og dugnaðarkind með frábært bak. Gulhnakki
2 á Litla-Kambi er ágætlega gerður og holdfastur.
Hann er sonur hrúts frá Kinnarstöðum. Gulhnakki
virðist hafa mikið kynbótagildi, þvi að Jökull 10
er sonur hans. Gyli'i Hálfdanar í Hnausum er þétt-
holda og vel vaxinn, en fullléttur.
Fjáreigendur í Breiðuvíkurhreppi þurfa að leggja
alúð við fjárrækaríelag sitl. Þeir eiga nú svo marga
álitlega hrúta og suma ágæta, að það er brýn nauðsyn
að fylgjast vel með kynbótagildi þeirra með afurða-
skýrslum og afkvæmarannsóknum. Ég vona, að beztu
hrútarnir í hreppnum verði að tveim árum liðnum
sýndir með afkvæmum.
Stciðarsveit. Sýningin þar var fjölsótt, en hrútarnir
léttari en í öðrum lireppum sýslunnar, sjá töflu 1.
Sýndir voru 77 hrútar, og hlutu 29 þeirra I. verðlaun,
en 9 voru dæmdir ónothæfir. Eftirtaldir hrútar voru
taldir beztir og var gert ráð fyrri, að þeir yrðu sýndir
á héraðssýningunni: Kolbílur á Tröðum, Harðbakur
og Sléttbakur á Fossi, Bjartur í Görðum, Spakur og
Sómi í Hlíðarholti og Máni í Hraunsmúla. Þessir
hrútar voru allir prýðilegir einstaklingar, sjá töflu G.
Hörður á ölkeldu frá Vatnsfirði hefur reynzt allmikill
kynbótahrútur. Hann er vænleika- og dugnaðarkind,
en fullgrófbyggður og hefur of gula og grófa ull. Af-
kvæmi hans líkjast honum mjög bæði að kostum og
göllum, og fengu nú nokkrir synir lians I. verðlaun,
sjá töflu G.
Áhugi fyrir fjárræktinni er mikill í Staðarsveit eins
°g víða á Snæfellsnesi, en eftir hrútunum að dæma