Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 232
228
BÚNAÐARRIT
eru Staðsveitungar ekki nógu vel á veg komnir með
kynbótastarfið. Að vísu eiga þeir nú marga góða
hrúla, en þeir eiga líka of marga lélega. Þeir þurfa því
að lierða sóknina í lcynbótastarfinu og efla fjárræktar-
félagið sem mest.
Miklaholtshreppur. Þátttaka i sýningunni var ágæt.
Sýndir voru alls 67 hrútar, 54 fullorðnir, er vógu
91.3 kg að meðaltali og 13 veturgamlir, sem vógu
76.7 kg. Aðeins í Skógarstrandarhreppi voru bæði vet-
urgamlir og l'ullorðnir hrútar þyngri en í Miklaholts-
hreppi, en fullorðnir hrútar voru líka þyngri í Fróð-
árhreppi, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 37 hrútar
fullorðnir og 4 veturgamlir eða 61% af sýndum hrút-
um. Aðeins á Skógarströnd hlutu hlutfallslega fleiri
hrútar I. verðlaun. Margir I. verðlauna hrútarnir i
Miklalioltshreppi voru í léttara lagi eins og sést í
töflu 1 og töflu G, en þeir voru yfirleitt jafnbetur
gerðir miðað við vænleika en lirútar í öðrum hreppum
sýslunnar. Þetta ber vott um, að lagt hefur verið kapp
á að velja vel gerða hrúta til ásetnings með allgóðum
árangri, hvað snertir að fá þá holdgóða og jafnvaxna,
en nokkuð skortir á, að tekizt hafi að fá þá nógu
rúmmikla og þunga, enda hafa sumir þeirra minna
brjóstummál en góðir I. verðlauna hrútar þurfa að
hafa. í þessu efni er þó vandratað meðalhófið. í Mikla-
holtshreppi, eins og yfirleitt á sunnanverðu Snæfells-
nesi eru sauðlönd fremur létt, en einmitt þar sem
svo hagar til, er varhugavert að rækta mjög stórt fé,
vegna þess að erfiðlega gengur þá að fá dilltana
sæmilega holdfyllta. Við slíkar aðstæður á að rækta
fremur lágfætt, útlögumikið og ágætlega holdgott fé,
og þarf þó að gæta þess, að það verði eldci of bolstutt.
Jafnframt þarf að auka frjósemi fjárins og auka og
bæta ullina.
Fjórir beztu hyrndu hrútarnir, þriggja vetra og
eldri, voru úrskurðaðir tækir á héraðssýninguna.