Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 239
BÚNAÐARRIT
235
10. Kolnefur ólafs Bjarnasonar, Brimilsvöllum,
Fróðárhreppi.
11. Bjartur Símonar Sigurmonssonar, Görðum, Stað-
arsveit.
12. Víðir Bjarna Jónssonar, Bjarnarhöfn, Helgafells-
sveit.
13. Gulur Jóhannesar Jónssonar, Húsanesi, Breiðu-
víkurhreppi.
14. Þokki Páls Pálssonar, Borg, Miklaholtshreppi.
15. Háleggur Guðmundar Guðmundssonar, Hall-
bjarnareyri, Eyrarsveit.
16. Kolbítur Guðmundar Jónssonar, Tröðum, Staðar-
sveit.
Að lokinni þessari röðun voru beztu hrútarnir,
einn úr hverjum flokki, bornir saman til þess að
skera úr, livaða einstaklingur væri beztur á sýning-
unni. Þann sess hlaut Jökull X Guðmundar Guð-
mundssonar bónda á Litla-Kambi í Breiðuvíkur-
hreppi. Guðmundur hlaut því til varðveizlu næstu
tvö ár skjöldinn, sem Búnaðarsamband Snæl'ellinga
gaf 1954 sem farandverðlaunagrip fyrir beztan lirút
á héraðssýningum á Snæfellsnesi, sem halda skyldi
annað hvort ár, í fyrsta sinn 1954. Á skjöldinn eru
festar silfurplötur, þar sem á er letrað nafn og aldur
hrútsins, sem dæmdur er beztur, ásamt nafni og
heimili eigandans, sem svo varðveitir skjöldinn til
næstu héraðssýningar.
Jökull er frábær einstaklingur. Hann vó 106 kg,
hafði 110 cm brjóstummál, 27 cm breitt spjald og 129
mm framfótlegg. Hann er kollóttur, fagurgulur á
liaus og fótum og því miður nokkuð gulur um háls
og á bol. Höfuðið er þrólllegt og augun stór og skær,
fætur eru gleitt settir og réttir. Hann er prýðilega
jafnvaxinn, bolurinn alllangur, sívalur og bakið
framúrskarandi beint og sterkt. Bringan er í senn