Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 249
BÚNAÐARRIT
245
Af sýndum kúm voru 59.5% alveg lcollóttar, 22.9%
hníí'lóttar og 17.6% hyrndar. Af hníflóttu kúnum
höfðu 246 eða 43.7% áberandi hnífla, en 317 voru
smáhníflóttar. Kýr með áberandi hnifla og hyrndar
eru mun algengari norðanlands en sunnan. Af I. verð-
launa kúnum voru 52 hyrndar eða 17.5%, 60 hníflóttar
(þar af 40 smáhníflóttar) eða 20.2% og 185 kollóttar
eða 62.3%.
Hér skulu birtar tölur yfir sörnu einkenni allra
sýndra nauta. f svigum eru samsvarandi tölur yfir
naut, sem viðurkenningu hlutu. Hyrnd voru 6.6%
(5.5% eða 4 alls), hníflótt 40.7% (45.2% eða 33 alls)
og kollótt 52.7% (49.3% eða 36 alls). Af hníflóttu
nautunum voru 13 talin stórhníflótt.
Tafla II sýnir enn fremur meðaltöl í stigum eftir
hreppum, sem sýndar kýr hlutu fyrir byggingu. Er
þeirn þar skipt í 3 flokka: I. verðl. kýr, sem hlutu
77.7 stig að jafnaði, 4 vctra og eldri, sem hlutu 75.9
stig, og allar sýndar kýr, sem hlutu 75.2 stig. Einnig
var reiknað út, að II. verðl. lcýr hlutu 76.5 stig að
meðaltali og III. verðl. kýr 75.5 stig. Eru þessar tölur
nokkuð lægri en samsvarandi tölur frá Suður- og Suð-
Vesturlandi árið áður. Flest stig fyrir hyggingu hlaut
Hjálma 5, Holtsmúla, Staðarhreppi í Skagafirði, 87.0
stig.
Brjóslummál allra sýndra kúa var tekið eins og árið
áður. Aftast í töflu II eru þessi mál slcráð sem meðal-
töl fyrir hverja sveit, og er kúnum þar skipt í 7 flokka.
Meðalbrjóstummál I. verðl. kúa reyndist vera 171.9
cm, II. verðl. kúa 170.5 cm, III. vcrðl. kiia 167.6 cm
og fyrir aðrar sýndar kýr 164.5 cm. Merkt var við í
sýningarbók, ef kýrnar voru yngri en 4 vetra til að fá
sérstakléga meðaltal fyrir fullvaxnar kýr, og reyndist
það vera 169.3 cm, en 164.2 cm fyrir yngri kýr. Meðal-
brjóstummál allra sýndra luia var 168.1 cm. Sam-
kvæmt þessurn mælingum eru norðlenzkar kýr nú að-