Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 263
BÚNAÐARRIT
259
Fyrstu verðlauna naut.
Alls hlutu 4 naut I. verðlaun. Tvö þeirra, Kolur N 1
og Skjöldur Reykdal N 3, höfðu lilotið sömu viður-
kenningu áður. Hin nautin voru Sjóli N 19 í eign
S. N. E. eins og hin tvö fyrst nefndu og Brandur N 44
í cign Nf. Bólstaðarhlíðarhrepps. Verður þessara
nauta nú getið nánar.
1. Kolur N i á sæðingastöð S. N. E. að Grísabóli var
elzta nautið, sem sýnt var, tæplega 13 ára. Hann var
fyrst sýndur árið 1948 og hlaut þá þegar I. verðlaun
vegna afkvæma sinna (Búnaðarrit 1950, hls. 227).
Afkvæmasýning var haldin á honum 1951, þegar frek-
ari reynsla var komin á dælur hans, og slóðst hann
það próf (Búnaðarrit 1952, bls. 314—315). Þessari
viðurkenningu hefur Kolur haldið síðan, bæði á sýn-
ingu 1952 (Búnaðarrit 1953, bls. 187) og eins nú.
Kolur hefur verið notaður á sæðingastöð S. N. E. frá
stofnun hennar, og er því komin löng og víðtæk reynsla
á dætur hans. Árið 1955 voru 98 þeirra fullmjólkandi
á skýrslum í Eyjafirði, og mjólkuðu þær að meðaltali
það ár 3503 kg með 3.8% feita mjóllc eða 13311 fe.
Þær eru mjög mjólkurlagnar, en holdskarpar og erfiðar
i fóðrun að dómi margra bænda. Kolur er mjög kyn-
sterkur með tilliti til byggingar. Eitthvað hefur borið
á því, að undan honum kæmu fastmjólkar kýr, og hefur
hann af þeim sökum orðið óvinsæll sums staðar. At-
hyglisvert er, hve lengi Kolur hefur haldið 1‘rjósemi
og hreysti þrátt l'yrir mjög litla hreyfingu síðustu árin.
Níu dætur hans hlutu nú I. verðlaun og 3 synir hans
II. verðlaun, þeir Klaufi N 27, Funi N 48 og Ægir N 63.
Þrír sona- og dætrasynir hans hlutu einnig II. verð-
laun. Alsystir Kols, Búkolla 35, Syðra-Laugalandi,
^higulsstaðahreppi, hlaut nú I. verðlaun (einnig
1948), og sonur liennar, Brandur N 35, hlaut nú II.
verðl. í annað sinn.