Búnaðarrit - 01.01.1957, Síða 264
260
BÚNAÐARRIT
2. Skjöldur Reijkdal N 3, eign S. N. E. var annað
elzta nautið, sem sýnt var. Hann hlaut II. verðl. á sýn-
ingu 1948 (Búnaðarrit 1950, bls. 227) og I. verðlaun
árið 1952 (Búnaðarrit 1953, bls. 187). Árið 1955 voru
37 fullmjólkandi dætur hans á skrá viðs vegar um
Eyjafjörð, og mjólkuðu þær að meðaltali það ár 3699
kg með 3.88% mjólkurfitu eða 14352 fe. Dætur hans
eru virkjamiklar kýr, hámjólka, en sumar langstæðar.
Af sýndum dætrum hans nú hlutu 9 I. verðlaun. Þessir
synir hans hlutu II. verðlaun: Hringur N 78, Brúnn
N 99, Týr N 100 og Sléttbakur N 103. Skjöldur Reylc-
dal var keyptur á fyrsta ári frá Einarsstöðum og not-
aður fyrst lítið eitt á sæðingastöðinni, en síðan á
nokkrum stöðum í héraðinu: Svalbarðsströnd, Arnar-
neshreppi og Svarfaðardal. Síðan sumarið 1954 hefur
hann verið notaður á Grísabóli.1)
3. Sjóli N 19, eign S. N. E., hlaut II. verðlaun á sýn-
ingu 1952, en þá voru engar dætur hans bornar. Nú
voru sýndar 28 dætur hans, flestar í öngulsstaða-
hreppi. Af þeim voru 11 rauðar, 2 rauðskjöldóttar, 2
bröndóttar, 4 kolóttar, 4 svartar og 5 sægráar. Átta
voru hyrndar, 6 liníflóttar og 14 kollóttar. Þessar
systur hafa félegan haus, góða húð, sterkan hrygg og
góðar útlögur og boldýpt. Malir eru þaklaga og nokkuð
hallandi, fótstaða allgóð. Þær hafa vel lagað júgur, en
allmargar hafa millispena. Gott er að mjólka þær.
Fyrir byggingu hlutu þessar systur að meðaltali 75.0
stig, og brjóstummál þeirra reyndist vera 170 cm.
Árið 1955 voru á skýrslum 14 fullmjólkandi dætur
Sjóla, sem komizt höfðu það ár að jafnaði i 18.7 kg
eftir burð og mjólkað 3648 kg með 3.99% fitu eða
14556 fe. Þetta er mjög hátt ineðaltal, enda eru í því
tvær dætur Sjóla, sem mjólkað hafa yfir 20 þús. fe
1) Bjarni Arason: Starfsemi Sainbands nautgriparæktarfélaga
Eyjafjarðar. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands, 3. hefti 1955 og
sérprentun.