Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 268
264
BÚNAÐARRIT
Fnjóskadal til 10. scpt. 1955, þegar S. N. E. keypti hann
og flutti að Grísabóli. Hefur hann síðan verið not-
aður á sæðingastöðinni og annars staðar í Eyjafirði.
Árið 1952 hlaut Guðbrandur II. verðlaun á sýningu
i Hálshreppi. Afkvæmasýning var haldin á honum þar
1954, en ekki var þá unnt að ákveða kynbótagildi
hans, þar sem of stutt reynsla var komin á dætur hans
(Búnaðarrit 1955, bls. 352). Þá og síðar var hvatt til
þess, að haldnar yrðu afurðaskýrslur yl'ir fleiri dætur
hans og jafnframt, að mjólk úr þeim yrði fitumæld
reglulega. Þetta tókst ekki að framkvæma, og hlaut
Guðbrandur nú II. verðlaun eins og fyrr og var felldur
skömmu eftir sýningu. Vitað var, að 10 dætur hans
höfðu komizt í 13.6 kg að jafnaði að 1. kálfi, 12 í 15.4
kg að 2. kálfi og 5, sem fullmjólkandi voru 1955, höl'ðu
komizt í 18.3 að meðaltali það ár og mjólkað 3185 kg
með 3.76% mjólkurfitu eða 11976 fe. Af 22 sýndum
dætrum Guðbrandar hlaut 1 I. verðl., 4 II. verðl.,
9 III. verðl. og 8 engin. Einn sonur hans, Viðir N 57,
lilaut II. verðlaun.
2. Klalci N 30 frá Gallalæk á Akureyri. Þetta naut,
sem notað liefur verið á sæðingastöð S. N. E. síðan
það var ársgamalt, hlaul II. verðlaun 1952. Nú voru
sýndar 29 dætur Klaka bornar fyrir árslok 1955. Al’
þeim var 1 kolótt, 7 svartar, 7 svartskjöldóttar, 4 gráar,
8 gráskjöldóttar, 1 sægrá og 1 sægráskjöldótt. Fimm
voru hyrndar, 13 liníflóttar og 11 kollóttar, en sjálfur
er Klaki hyrndur eins og móðir hans, Gráskinna 60.
Allar voru kýr þessar mjög ungar, en þó höfðu þær
að meðaltali 171 cm brjóstummál. Þær eru flestar
sterklega byggðar, hafa fríðan haus, langa og djúpa
bringu með lausa húð í kverk og hesi. Þær hafa góða
yfirlínu, cn þó fremur lágan spjaldhrygg. Þær eru
rýmismiklar, hafa gleiða rifjasetningu og djúpan bol.
Malir eru beinar, nokkuð grófar og dálítið aftur-
dregnar. Fótstaða er sterkleg, júgrið misjafnt að