Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 288
284
BÚNAÐARRIT
flestum bæjum. Engin kýr hlaut I. verðlaun, en naut
félagsins, Leisti N 96, hlaut II. verðlaun.
Árið 1953 var samkvæmt beiðni efnt til sýninga í
nokkrum hreppum V.-Húnavatnssýslu, enda þótt félög
væru þar ekki starfandi, sjá Búnaðarrit 1954 hls. 204.
Ekki hefur þetta þó orðið næg livatning til stofnunar
fleiri nautgriparæktarfélaga í sýslunni en hins eina,
sem hér hefur verið getið, enda þótt aðstaða til slíkrar
starfsemi hafi batnað síðan, þar sem ráðunautur
starfar nú í héraðinu. Nú mun vera í ráði að stofna
mjólkurbú í sýslunni, og er eftir að sjá, hvort áhugi
á ræktun kúnna glæðist við aukna framleiðslu á
mjóllc, en betur væru bændur á þessu svæði nú búnir
undir hagfellda mjólkurframleiðslu, ef þeir hefðu
undanfarna áratugi starfað saman að nautgriparækt-
armálum og m. a. áorkað því að hækka mjólkurfituna
úr 3.5% upp í 4% eins og tekizt hefur sums staðar.
í Áshreppi var óskað eftir sýningu, þar sem stofnun
nautgriparæktarfélags var í undirbúningi. Af sýndum
nautum hlaut eilt viðurkenningu, Kolbeinn N 85. Ann-
að naut, Borgfjörð á Eyjólfsstöðum og Grímstungu,
frá Hvanneyri er vel ættað og álitlegt, en hlaut ekki
viðurkenningu að sinni, þar sem móðir þess, sem er
ung, hefur enn ekki sýnt næga afurðasemi. Að lokinni
sýningu var efnt til undirbúningsfundar vegna stofn-
unar nautgriparæktaríelags, og voru menn einhuga um
að slofna deild í búnaðarfélagi hreppsins. Nautgripa-
ræktarfélag starfaði í hreppnum 1931—1935 og aftur
1940—1944.
Nf. Sveinsstaðahrepps. Þetta er eina nautgripa-
ræktarfélagið í Húnavatnssýslu, sem starfað hefur
óslitið um aldarljórðungs skeið. 1 seinni tið hefur þó
skýrsluhald aðeins verið á fáum bæjum, en nauta-
haldið í hreppnum er þó á vegum félagsins. Stærsti
systrahópurinn eru dætur Jörfa, sem I. verðlaun hlaut
1948, sjá Búnaðarrit 1950 bls. 211. Árið 1955 var