Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 289
BÚNAÐARRIT
285
meðalnyt 17 fullmjólkandi dætra hans 3545 kg með
3.67% mjólkurfitu eða 13010 fe. Þessar systur eru
stórvaxnar með sterkan hrygg, en háan herðakamb.
Þær eru þunnbyggðar, en djúpar með nokkuð grófgert
júgur. Nokkrar hinna sýndu kúa í félaginu höfðu illa
þroskuð framjúgur, og stutt, síð, klofin júgur eru
nokkuð áberandi. Þrjár kýr hlutu I. verðlaun. Naut
félagsins, Glæsir N 64 og Hvanni N 91, hlutu bæði II.
verðlaun.
Nf. Torfalækjarhrepps. Unnið er að þvi að treysta
félagsskapinn í þessu nýstofnaða félagi, en elckert fé-
lag hafði verið þar síðan 1939, en þá hafði starfað
nautgriparæktarfélag i hreppnum síðan 1929. Enn
þá hefur félagið ekki tekið að sér nautahaldið, en 2
naut í einkaeign, Stalín N 94 og Bíldur N 104, hlutu
II. verðlaun.
Nf. Bólstaðarhlíðarhrcpps. í þessum hreppi var
starfandi félag 1929—1936. Fyrir nokkrum árum var
aftur stofnað félag, og hafa skýrslur frá því borizt
Bf. ísl. síðan 1954. Naut félagsins, Brandur N 44,
hlaut I. verðlaun, og er skrifað um það og dætur þess
hér að framan. Þrjú naut í einkaeign hlutu II. verð-
laun: Haukur N 80, Eitill N 95 og Skúfur N 98. Auk
áhrifa Brands á stofninn gælir þar sums staðar áhrifa
frá Toppi i Engihlíðarhreppi. Tvær af 6 kúm, sem I.
verðlaun hlutu, voru dætur Brands.
Nf. Engihlíðarhrcpps. Árin 1915—1919 starfaði Nf.
Langdælinga í hrcppnum, en lagðist svo niður. Árið
1930 hóf svo Nf. Engihlíðarhrepps starfsemi sína og
starfaði lengst af til 1947. Siðan lá starfsemi félagsins
niðri, unz það tók aftur að senda Bf. ísl. afurða-
skýrslur árið 1954. Áhrifa kynbótastarfsemi félagsins
frá fyrra starfstímabili gætir enn. Eitt af kynbóta-
nautum félagsins á þeim tima var Toppur frá Unnar-
holtskoti í Hrunamannahreppi, sonur Kollu 25 (sjá
Bcztu kýr, bls. 25) og Mána frá Kluftum. Hann var