Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 301
BÚNAÐARRIT
297
hluta dalsins eru margar dætur Aspars N 10, sem
sýndur var með afkvæmum 1954, sjá Búnaðarrit 1955
hls. 353. Þær eru margar hverjar mjólkurlagnar, en
voru slyggar við skoðun. Nokkrar dætur Brands N 51
voru nýlega bornar að 1. kálfi, og var mælt með því,
að haldin yrði afkvæmasýning á honum 1958. önnur
naut félagsins eru Víkingur N 45, Rosi N 60, Krummi
N 61, Hringur N 78 og Brúnn N 99.
Nf. Árskógsstrandar. í þessu félagi eru til afurða-
miklar kýr, en nokkuð er það misjafnt á einstökum
bæjum. Þar sem áhugi er allmikill á ræktunarstarf-
inu í félaginu, má búast við árangri af starfi þess á
næstu árum.
Nf. Arnarneshrepps. Hér hafa orðið miklar fram-
farir í ræktun stofnsins síðustu árin. Eru víða til mjög
álitlegar kýr, þótt sums staðar séu þær lakari. Talið
er, að Auðun, félagsnaut, sem notað var fyrir ára-
tug síðan, hafi bætt stofninn mikið. Flestar kýrnar
nú eru út af nautum sæðingastöðvarinnar, og hafa þau
greinilega bætt stofninn. Nokkrar dætur Skjaldar
Reykdals N 3 reynast afburða vel í félaginu. Af 18
I. verðlauna lcúm voru 5 i eign Eggerts Davíðssonar,
bónda á Möðruvöllum.
Nf. Glæsibæjarhrepps (ásamt öxnadal). í Glæsi-
bæjarhreppi var sýningarþátttaka mjög léleg nema i
Glæsibæ og næsta nágrenni. Á Þelamörk var engin
þátttaka og aðeins frá einum bæ í Krældingahlíð.
Fékkst því alls ekki yfirlit yfir stofninn í hrcppnum,
og virðist félagslífið dauft þar.
öxndælir hafa um skeið starfað með félaginu, en
virðast lilla samstöðu eiga með því, svo ólík sem naut-
griparæktarstarfsemin lítur út fyrir að vera í þessum
tveimur nágrannasveitum. Virðist eðlilegra, að þeir
störfuðu sér að nautgriparæktarmálum. í Öxnadal var
sýningarþátttakan ágæl og flokltun kúnna í verðlaun
sömuleiðis, og stuðlar að því golt uppeldi og fóðrun