Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 307
BÚNAÐARRIT
303
fleiri þeirra hlotið I. verðlaun, ef fitumælingar hefði
ekki skort. Sýndar voru 22 dætur Guðbrandar N 7, og
er umsögn um þær birt hér að framan. Guðbrandur
var seldur S. N. E. árið 1955, svo sem áður er frá
skýrt. Bornar eru nokkrar kvígur undan Randa N 52,
en áliöld eru um, hvort hægt verði að sýna liann með
nægilega mörgum afkvæmum 1958, þar sem svo fáar
kvígur eru aldar upp undan hverju nauti i svo víðáttu-
mikilli sveit. Önnur naut félagsins eru Víðir N 57 og
Skuggi N 87, scin einnig hlutu II. verðlaun ásamt
Blakk N 101, sem er í einkaeign.
Af eldri systrahópum má nefna dætur Austra frá
Grænavatni. Meðalnyt 8 þeirra fullmjólkandi 1955 var
3211 kg með 4.03% mjólkurfitu eða 12940 fe. Dætur
Brúna, sonar Austra, frá Brúnagerði voru 10 full-
mjólkandi saina ár með meðalafurðirnar 3245 kg,
4.00% mjólkurfitu og 12980 fe. Sama ár mjólkuðu
8 fullmjólkandi dætur Eirs (Eiríks rauða) l'rá Forna-
stöðum 3595 kg með 4.15% mjólkurfitu eða 14919 fe.
Eir var í báðar ættir úr Hrunamannahreppi, sjá Bún-
aðarrit 1950 bls. 228.
Nd. Bf. Ljósavatnslirepps. í þessu félagi eru til all-
margar álitlegar kýr, enda eru þar nokkrir systra-
hópar undan völdnm nautum. Enn eru lifandi nokkrar
dætur Sörla frá Sörlastöðum í Hálshreppi, sem hafa
liaft háa mjólkurfitu cins og dætur fleiri nauta, sem
þaðan hafa komið. Er talið að Sörli hafi reynzt mjög
vel, cn dætur hans munu aldrei hafa orðið margar.
Dætur Bleiks frá Yzta-Felli, sonar Sörla, virðast hafa
erft háa mjólkurfitu, en þær eru fáar. Árið 1955 voru
á skýrslum 23 dætur Skúta frá Skútustöðum, Suðra-
sonar, á aldrinum 3—7 vetra, og var meðalnyt þeirra
það ár 3292 kg með 3.88% mjólkurfitu eða 12773 fe.
Sýndar voru 8 dætur Hólma frá Hólmavaði, og hlutu
5 þeirra I. verðlaun. Til þess að geta markað stefnu í
ræktunarmálunum þyrfti félagið að skipuleggja nauta-