Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 312
308
BÚNAÐARRIT
meðalnyt 10 þeirra fullmjólkandi 3529 kg með
3.77% mjólkurfitu eða 13304 fe. Nokkrir aðrir systra-
hópar eru í félaginu. Árið 1955 mjólkuðu 16 dætur
Breka frá Staðarhóli að meðaltali 3557 kg með
3.72% mjólkurfitu eða 13232 fe. Sama ár var meðal-
nyt 11 dætra Ægis frá Völlum 3180 kg með 3.57%
mjólkurfitu eða 11353 fe og 7 dætur Barkar frá
Tryggva Stefánssyni, Akureyri, 2646 kg með 3.78%
mjólkurfitu eða 10002 fe. Börkur var sýndur 1952,
en hlaut ekki viðurkenningu. Dætur Silfra N 21 voru
17 bornar og skráðar, en stutt reynsla komin á þær.
Sýndar voru aðeins 3 þeirra. Um kynbótagildi hans varð
því ekki dæmt að sinni, og hlaut hann II. verðlaun nú
eins og áður. Mjög álitleg kvíga á Einarsstöðum,
Menja, var borin undan Rauð N 46, og þyrfti að halda
afkvæmasýningu á honum 1958. Hlaul hann II. verð-
laun og eins annað naut félagsins, Bcrgur N 93, og
enn fremur Kolur N 56, sem er leigunaut.
Nd. Bf. Aðaldæla. 'l'il eru nokkrar ágætar kýr í
félaginu, en júgur- og spenagallar eru nokkuð al-
gengir. Fallegasti kúahópurinn var frá Staðarhóli, en
þær kýr hafa þó of lága mjólkurfitu. í seinni tíð hafa
nautin verið gerð gömul, og á félagið nú 3 fullorðin
naut: Kolskegg N 33, Eyfirðing N 47 og Stjarna N 53.
Nokkrar kýr eru bornar undan þessuin nautum, og
þyrfti að verða afkvæmasýning á þeim 1958. 1 félag-
inu eru til nokkrar dætur Bárðdals N 31, og reynast
þær misjafnlega. Auk hinna þriggja nauta félagsins
hlaut eitt naut í einkaeign II. verðlaun, Skuggi N 81.
Nd. Bf. Ófcigs, Reykjahreppi. í þessu Iitla félagi eru
enn lil 13 dætur Krumma Suðrasonar frá Baldurs-
heimi, en flestar urðu þær um 30. Árið 1953 var
meðalnyt 13 fullmjólkandi dætra hans 3222 kg með
3.98% mjólkurfitu eða 12824 fc. Eru margar dætur
lians álitlegar mjólkurkýr, sem atanda stutt geldar.
Þrjár kýr, allar dætur Krumma, hlutu I. verðlaun.