Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 325
BÚNAÐARRIT
321
Alls mjólkuðu 118 kýr yfir 20000 fe árið 1955, og
sést á því, að þeim kúm fer ört fjölgandi, sem ná svo
háum ársafurðum. Þær eru einnig dreifðari um landið
en áður, og hefur fjöldi þeirra á Norðurlandi aukizt
verulega. Birt verður skrá yfir þessar kvr í Frey síðar
í vetur. Afurðamesta kýrin reiknað í fe var Búkolla
2, Ægissíðu í Djúpárhreppi, sem mjólkaði 26471 fe,
en 4564 kg. Hún hafði óvenjuháa mjólkurfitu þetta
ár, 5.80%, sem var meðaltal 4 fitumælinga, en meðal-
fita hennar í 6 ár er 4.09%. Nokkrar kýr mjólkuðu
á 7. þús. kg á árinu.
Bú, sem höfðu yfir 4000 kg eftir reiknaða árskú og
minnst 10.0 árskýr, voru þessi:
Tala
árskúa
1. Halldór Guðinundsson,
Naustum, Akureyri . . 15.1
2. Eggert Guðmundsson,
Melum, Melasveit ... 12.4
3. Einar Gíslason, Kjarn-
iioltum, Biskupstungum 13.2
4. Guðmundur Guðjóns-
son, Mclum, Melasveit 13.0
5. Ketill Jónmundsson,
norgautsstöðum, Hvit-
úrsíðu .............. 15.1
Meðalnyt Mcðalfita Kjarnfóður-
árskúa, á árskú, gjöf árskúa,
kg % meðaltal, kg
4617 3.92 359
4559 3.54 1287
4238 4.28 1015
4218 3.26 ?
4066 3.81 ?
I samsvarandi skrá árið áður voru til viðbótar nefnd
5 bú á Suðurlandi, sem nú hafa lækkað í röðinni.
Þau eru þó flest enn með mjög háa meðalnyt.
Fóðurstyrkur var veittur á 171 naut. Af þeim höfðu
15 hlotið I. verðlaun.
Ritað á kóndadag 1957.
ólafur E. Stefánsson.
21