Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 328
324
BÚNAÐARRIT
hafa átt 1.28 lömb við burð að meðaltali. Þær eru
gríðar þungar, hafa með afbrigðum riimmikinn brjóst-
kassa, og bringan er breið og nær vel fram. Þær eru
afbragðs afurðaær og gefa frábær lömb að vænleika
með föður sínum, er sýnir, að Kúpur býr ekki yfir
duldum erfðagöllum.
Afurðir eftir 18 dætur Kúps i sauðfjárræktar-
félagi Fellshrepps haustið 1956 voru reiknaðar í
kjöti 30.4 kg að meðaltali, eftir tvílembu 34.5 kg og
19.5 kg eftir einlembu. Kjöthlulfall sláturlamba var
40.1% af þunga á fæti. Lömbin undan Kúp lögðu sig
sem sem hér segir: 16 tvílembingar höfðu 16.8 kg,
en 4 einlembingar 20.1 kg meðalfall. Vegið kjöthlut-
fall þessara lamba var 40.5%. Afkvæmi Kúps bera
með sér mikla kynfestu, og hefur aldrci fæðzt undan
honum mislitt lamb.
Kúpur III hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Snari VIII, eigandi Jón Jónsson, Broddanesi, er
þar heimaalinn, sonur Kúps III, er að ofan getur, og
Gribbugular, en hún er dóttir Hnökra frá Sunndal
og Gribbu frá Bæ á Selsströnd. Snari hlaut nú II.
verðlaun sem einstaklingur. Hann hafði of krapp-
an brjóstkassa og of rýr læri. Afkvæmi Snara líkt-
ust um margt afkvæmum Kúps, enda eru þeir feðgar.
Þau eru gríðar væn, en fremur grófbyggð, og hafa þau
sum of rýr hold í lærum. Veturgömlu hrútarnir,
synir Snara, hlutu báðir I. verðlaun, enda mjög vænir,
en þó er hvorugur þeirra nógu lýtalaus. Freyr, sem
er skyldleikaræktaður, sonur hálfsyslkina undan
Kúp, stóð efstur af veturgömlum hrútum í Fells-
hreppi, en hefur þó fullrýr læri. Garri liefur hins
vegar fremur veikt bak. Dætur Snara eru enn ungar
og því ekki fullreyndar til afurðagetu. Þær 7, sein til
voru 1956 eldri en veturgamlar, voru allar cinlembdar
og lögðu lömbin þeirra sig með 19.1 kg meðalfalli.