Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 332
328
BÚNAÐARRIT
haus og fótum, en sum næstum hvít, ullin er fremur
góð og sæmileg að vöxtum. Kynfesta afkvæmanna er
ekki næg, hvað varðar þroska og vaxtarlag. Suin
þeirra hafa of krappan brjóstkassa, en þau beztu eru
ágætlega útlögumikil. Vöðvafylling í lærum er misjöfn
og bakhold sömulciðis. Bringan er vel framstæð, en
of mjó á sumum afkvæmunum. Lambhrútarnir voru
ekki nógu álitleg hrútsefni. Dætur Spaks eru vel frjó-
samar, sjá töflu 2 A, og gera allgóða dilka. Tvílembing-
ar undan þeim lögðu sig með 16.8 kg og einlembingar
með 18.8 kg meðalfalli 1956. Lömb undan Spak eru
væn og reynast vel til frálags. Haustið 1955 höfðu
tvílembingshrútar undan honum 41.0% kjöthlutfall.
Spakur XXIV hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Blettur XXVII, eign Heydalsárbúsins, er ættaður
frá Smáhömrum, sonur Goða þar og Gullhyrnu, 11,
Björns Karlssonar. Gullhyrna er frá Bakkaseli i Naut-
eyrarhr. Afkvæmin eru flest hyrnd, ígul á haus og fót-
um, og örlítil gulka er í ull á sumum þeirra, en f'lesl
eru þó vel hvít á ull. Ein dóttirin er svört. Ullin er í
meðallagi að vöxtum. Veturgamli hrúturinn er ágæt-
ur og hlaut I. verðlaun, sá fullorðni hlaut II. verð-
laun, en stóð nærri 1. verðlaunum. Lambhrútarnir
voru ekki nógu álitleg hrútsefni. Ærnar eru framúr-
skarandi föngulegar og holdmiklar. Þær eru grónar í
holdum á baki og í lærum, herðar ágætar og bringa
og útlögur góðar. Þær eru vel frjósamar, sjá töflu
2 B, og gera sæmileg lömb. Tvílembingar undan þeim
lögðu sig með 15.2 kg, en einlembingar ineð 19.1 kg
meðalfalli 1956. Lömbin undan Blett voru fremur
þroskalítil. Vegið kjöthlutfall sláturlamba undan
honum 1955 var 41.2%.
Blettur XXVII hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Prúður XXV, eign Björns Karlssonar, Smáhömr-
um, er heimaalinn, sonur Sóma IV, sem hlaut II. verð-