Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 333
BÚNAÐARRIT
329
laun fyrir afkvæmi 1952, og Bössu 3, sem nú var sýnd
meö afkvæmum og hlaut I. verölaun fyrir þau, sjá
töflu 3 C.
Afkvæmi Prúðs eru öll kollótt, ígul á haus og fót-
um, flest hvít á ull, en þó er nokkur gulka í ull á
sumum, einkum á hnakka og hálsi. Tvö afkvæmin
eru svört. Veturgömlu hrútarnir hlutu allir II. verð-
laun, en 2 þeirra stóðu nærri I. verðlaunum. Lamb-
hrútarnir voru álitleg hrútsefni og gimbrarlömbin
ágæt að vænleika og gerð. Sex lambanna undan Prúð
voru undan hálfsystrum Iians, en voru þó ágætlega
væn. Sýnir það, að í föðurætt Prúðs hafa ekki leynzt
erfðagallar, og þolir hún því skyldleikarækt. Ærnar,
dælur Prúðs, eru ágætlega vænar, með breitt, sterkt og
holdgott bak, herðar ágætar, vel holdfylltar og réttar
malir og ágæta lærvöðva. Bringan er vel framstæð,
breið og útlögur eru ágætar. Ærnar eru þróttlegar á
svip með skært augnbragð. Þær eru ágætlega frjó-
samar. Af 11 dætrum hans, 10 tvævetlum og 1 þrevetlu,
voru 9 tvílembdar 1956. Þær eru fremur mjólkurlagnar.
Tvílembingar undan þeim lögðu sig með 15.7 kg og
einlembingar með 18.0 kg meðalfalli haustið 1956.
Lambgimbrarlömbin undan dætrum Prúðs lögðu sig
með 16.8 kg meðalfalli. Prúður stóð mjög nærri því
:ið hljóta I verðlaun fyrir afkvæmi, en það þótti þó
ekki gerlegt að veita honum svo háa viðurkenningu,
þar eð enginn sonur hans hlaut I. verðlaun sem ein-
staklingur.
Prúður XXV hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Fifill VI, eign Ivarls Aðalsteinssonar, Smá-
hömrum, er heimaalinn, sonur Goða og Férákar 46,
en Férák er dóttir Grana og Fjólu á Smáhömrum.
Fífill er hyrndur og stóð á hrútasýningunni næst-
efstur af tveggja vetra og eldri hrútum í fjárræktar-
félaginu. Afkvæmi hans eru öll hyrnd, igul á haus og