Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 335
BÚNAÐARRIT
331
félaginu, enda gullfagur einstaklingur, en sá fyrr-
nefndi var fjórði í röðinni. Hann er líka djásn. Lamb-
hrútarnir, sem fylgdu Blett, voru prýðileg hrúts-
efni. Allar dætur Bletts, veturgamlar og eldri, voru
sýndar með honum. Þær eru enn svo ungar, að ekki
er unnt að dæma um frjósemi þeirra með vissu, en
aðeins cin þeirra var tvílembd vorið 1956, sem er of
lítið, hafi verið reynt að ala þær til aukinnar frjó-
semi, sem ég geri varla ráð fyrir að hafi verið gert.
En þær eru mjög álitlegar mjólkurær. Sú tvílembda
skilaði 32.6 kg af dilkakjöti, en einlembingarnir und-
an hinum, 4 hrútar og 1 gimbur, vógu á fæti 49.2 kg
og myndu hafa lagt sig með rúmlega 20 kg meðal-
falli. Lambgimbrarnar áttu gimbrarlömb, sem vógu
40 kg á fæti. Kjöthlutfall lamba undan Blett haustið
1955 var 42.8%, og var þá aðeins einn hrútur í Sf.
Kirlcjubólshrepps betri í þessu tilliti.
Blettur XXXI hlaut I. verdlaun fyrir afkvæmi.
F. Spakur XXII, eign Björns Sigurðssonar, Arn-
kötludal, var sýndur með afkvæmum 1954 og hlaut
þá II. verðlaun fyrir þau. Visast til umsagnar um
afkvæmi lians þá á bls. 406 í Búnaðarritinu 68. árg.
Spaltur er ágætlega ættaður. F. Goði, Arnkötludal,
I. v. 1952, Ff. Fífill, Arnkötludal frá Bólstað, Fm.
frá Laugabóli í Nauteyrarhreppi, M. Fjöður 1 frá
Stakkanesi, sem nú var sýnd með afkvæmum, og hlaut
I. verðlaun fyrir þau, sjá töflu 3 F, og bls. 338. Af-
kvæmin sýna mikla kynfestu. Þau eru öll kollótt,
örlítið ígul á liaus og fótum, með lítinn brúsk í enni,
ullin er góð, en til gulka í henni á sumum afkvæm-
anna. Svipmótið er harðlegt, fætur sterkir og fótstaða
góð. Brjóstkassinn er fremur útlögulítill, einkum á
ánum, og bringan fullstutt. Baltið er ágætlega breitt
og holdgróið, nema á tvílembdu ánum. Malir eru vel
holdfylltar og lærvöðvar ágætlega þéttir, en ná tæp-