Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 336
332
BÚNAÐARRIT
lega nógu vel niður á hækilinn. Synirnir, fjögra vetra,
Valur og Ari, hlutu I. og II. verðlaun eins og á fjár-
ræktarfélagssýningunni 1954. Sá fyrrnefndi er holda-
hnaus. Dætur Spaks eru fremur ófrjósamar, en góð-
ar mjólkurær. Haustið 1956 vógu 4 tvilembingar und-
an þeim á fæti 40.8 lcg og lögðu sig með 17.0 kg meðal-
falli, 4 einlembingsgimbrar vógu á fæti 41.8 kg og
hrútur 54 kg. Hann var seldur til lífs. Haustið 1955
var kjöthlutfall sláturlamba undan Spak 42.6%.
Spakur XXII hlaut II. verölaun fijrir afkvæmi.
G. Spakur XX, eign Árna Daníelssonar, Tröllatungu,
var sýndur með afkvæmum 1954 og vísast til um-
sagnar um hann í Búnaðarritinu 68. árg., bls. 407,
varðandi ætterni hans og lýsingu á afkvæmuin hans
þá. Til viðbótar við þá lýsingu skal þetta tekið fram.
Afkvæmin eru mjög langvaxin og allmisjöfn að holda-
fari, sum rýr á mölum og í lærum og bera ekki með
sér næga kynfestu. Dætur Spaks eru frábærar að frjó-
semi, voru nú allar tvílembdar, og eru ágætar mjólkur-
ær. Meðalfallþungi tvílembinga undan þeim var 15.35
kg 1955 og 17.44 kg 1956. Kjöthlutfall sláturlamba
undan Spak var 41.3% haustið lí)55. Veturgömlu lirút-
arnir, synir Spaks, hlutu II. verðlaun. Spakur er
ágætur ærfaðir, en ekki nógu góður hrútafaðir.
Spakur XX hlaut II. verölaun fijrir afkvæmi.
II. Smári X, eign Jóns B. Jónssonar, Gestsstöðum,
var nú sýndur með afkvæmum í þriðja sinn. Hann
lilaut III. verðlaun fyrir afkvæmi 1952 og II. verðlaun
1954. Smári X er frá Smáhömrum, sonur Sóma IV
og Krossu þar. Afkvæmin, sem nú voru sýnd með
Smára, voru hæði kollótt og liyrnd. Sum þeirra voru
mislit, grá og botnótt. Þau hvítu voru sum fagurgul
á haus og fótum, en önnur livit. Ull þeirra var yfirleitt
hvít og allgóð. Kynfesta afkvæmanna var lítil í lit,