Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 337
BÚNAÐARRIT
333
en mikil í byggingu og holdafari. Afkvæmin voru
svipgóð, rígvæn, framúrskarandi vel vaxin og hold-
gróin, sérlega á baki. Hrútarnir voru ágætir einstak-
lingar, nema Gestur á Hvalsá er háfættari en æski-
legt er. Lambhrútarnir voru prýðileg hrútsefni.
Dætur Smára eru sæmilega frjósamar, en varla nógu
mjólkurlagnnr til þess að unnt væri að veita Smára I.
verðlaun fyrir afkvæmi. Lömb undan þeim hafa verið
aðeins rýrari en undan öðrum ám frá Gestsstöðum í
fjárræktarfélaginu. Haustið 1955 var reiknaður fa.ll-
þungi lamba undan öllum dætrum Smára i fjárræktar-
félaginu 28.6 kg eftir tvílemblu og 16.6 kg eftir ein-
lembu, og kjöthlutfallið var 39.9%. Haustið 1955 vógu
lömb á fæti undan þeim dætrum hans, sem sýndar
voru með honum, sem hér segir: 6 tvílembingsgimbrar
36.0 kg, 3 einlembinsgimbrar 37.3 kg og 2 ein-
lembingshrútar 46.0 kg, en þeir lögðu sig íueð 20.9
kg meðalfalli.
Smúri X hlaut II. vcrðlaun fijrir afkvæmi, ein* ocj
195í.
I. Lokkur XLl, eign Sverris Guðbrandssonar, Klúku,
er heimaalinn, sonur Bala frá Asparvík og Gulbráar
10. Afkvæmi Lokks eru sum kollótt, en önnur hyrnd.
Þau eru kynfestulaus, sum vel gerð, en önnur mjög
léleg, einkum vantar bak- og lærahold á marga ein-
staklingana. Fullorðnu hrútarnir, synir Lokks, voru
fremur vel gerðir. Hreinn hlaut I. verðlaun, en Isak
önnur. Lambhrútarnir voru ekki nógu álitleg hrúts-
efni. Dætur Lokks eru enn ungar. Þær eru frjósamar,
en virðast enn ekki nógu miklar mjólkurær. Tvílemb-
ingar undan þeim vógu nú 38 kg á fæti, en einlemb-
ingar 43 kg.
Lokkur XLl hlaut 111. verðlann fyrir afkvæmi.
J. Iírófi XXX, eign Guðjóns Halldórssonar, Heiðar-
bæ, er frá Tungugröf, en að öðru leyli er ætt hans