Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 342
338
BÚNAÐARRIT
hafa vegið að meðaltali 43.4 kg. Dætur Kollu eru líka
mjög álillegar afurðaær, í senn frjósamar og mjólkur-
lagnar.
Kolla 15 hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
F. Fjöður 1 Björns Sigurðssonar, Arnkötludal, er
8 vetra og var keypt lamb frá Stakkanesi í Hrófbergs-
hreppi. Hún er sjálf þéttvaxin holdakind. Afkvæmin
eru öll kollótt eins og móðirin, vel hvít á ull, sum
örlítið ígul á haus og fótum. Þau eru framúrskarandi
vel byggð og holdþétt. Þau hafa framstæða og breiða
bringu, hvelfdan brjóstkassa, breitt, sterkt og hold-
gróið bak, breiðar holdmiklar malir og með afbrigð-
um holdþétt læri. Þau bera með sér mikla kynfestu.
Synirnir, Spakur 22 og Freyr eru báðir ágætir hrút-
ar, sá síðarnefndi er metfé, sjá bls. 330. Fjöður hefur
því miður alltaf verið einlembd, en er prýðileg
mjólkurær. Einlembingshrútar hennar hafa vegið á
fæti 51.7 kg og gimbrarnar 46.0 kg.
Fjöður 1 hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.
G. Netla 1 Jónatans Sigurðssonar, Arnkötludal, er
9 vetra og var keypt lamb frá Laugabóli í Nauteyrar-
hreppi. Hún var sýnd með afkvæmum 1954 og hlaut
þá II. verðlaun fyrir þau, og vísast til umsagnar um
hana og afkvæmi hennar í 68. árg. Búnaðarritsins,
bls. 409. Netla er hyrnd, en afkvæmin öll kollótt. Þau
eru ígul á haus og fótum, fremur ullarlítil, mjög hold-
gróin og vel vaxin og bera með sér mikla kynfestu.
Sonurinn, Valur, er frábær holdakind. Netla hefur
alltaf verið einlembd, og eftir vænleika lamba henn-
ar a-ð dæma er hún í meðallagi mjólkurlagin, en dóttir
hennar, Perla, er frábær mjólkurær.
Netla I hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi eins og
1954.