Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 343
BÚNAÐARRIT
339
H. Halla 39 Árna Daníelssonar, Tröllatungu, er 8
vetra og var keypt lamb frá Hólum í Hrófbergshreppi.
Hún er svört, kollótt, en afkvæmin öll hvít. Afkvæmin
eru sum of útlögulítil og ekki nógu þéttholda. Halla
er sjálf frjósöm afurðaær, hefur verið tvílembd síð-
ustu 4 árin og alls átt 12 lömb. Tvilembingar undan
hcnni, 8 að tölu, 3 hrútar og 5 gimbrar, hafa vegið á
fæti 40.6 kg til jafnaðar. Tvævetlurnar, dætur Höllu,
voru báðar tvílembdar gemlingar og tvævetlur. Sonur
IIöllu, Gylfi, hlaut II. verðlaun sein einstaklingur.
Halla 39 hlaut 111. verðlaun fijrir afkvæmi.
I. Gulbrá 10 Sverris Guðbrandssonar, Klúku, er 9
vetra. Hún var sýnd með afkvæmum 1954 og hlaut þá
III. verðlaun fyrir þau. Umsögn um uppruna hennar
og afkvæmi er að finna í 68 árg. Búnaðarritsins, bls.
409. Sonur Gulbráar, Lokkur XLI, var nú sýndur
með afkvæmum og hlaut III. verðlaun fyrir þau, sjá
bls. 333. Gulbrá er ágætlega frjósöm, hefur átt 16
lömb á 9 árum, sem hafa vegið til jafnaðar á fæti
47.25 kg, er sýnir afburða mjólkurlagni. Dætur Gul-
bráar eru líka ágætlega frjósamar og hafa ált 1.65
lömb til jafnaðar við burð tveggja vetra og eldri.
Afkvæmin eru of kynfeslulítil og vantar holdfyllingu
einkum i læri og malir.
Gulbrá 10 hlaut 111. verðlaiui fyrir afkvæmi eins og
1954.
./. Tvílzeypt 37 Guðjóns Grímssonar, Midalsgröf,
er 9 vetra og var kevpt frá Goðdal. Afkvæmin eru
bæði liyrnd og kollótt, mjög bollöng, væn, en ekki
nógu útlögumikil um brjóstkassa. Tvíkeypt er frjósöm,
hefur átt 13 lömb, og gerir væna dilka. Vegin hafa
verið 6 lömb hennar, 2 einlembingar, hrútur og gimb-
ur, sein vógu á l’æti 47 kg að meðaltali og 4 tvílemb-
ingar, 3 hrútar og 1 gimbur, sem vógu 45.6 kg til jafn-