Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 345
BÚNAÐARRIT
341
nú. Sum afkvæmi Lilla eru svartgolsótt, enda bar
móðir hans þann lit, en hin eru ígul á haus og fótum, en
hafa vel hvíta ull og sæmilega að magni og gæðum.
Afkvæmin eru kollótt. Svipur þeirra er hraustlegur og
höfuðið stutt og breitt. Þau eru öll fremur smá og hafa
fullkrappan hrjóstkassa, fremur stutta bringu og
varla nógu útlögumikla aftantil, sjá töflu 4. Herðar
eru prýðilega ávalar og holdfylling ágæt aftan við
bóga. Bakið er sæmilega breitt og malir breiðar. Hold-
fylling á baki og mölum er ágæt. Læri eru yfirleitt
framúrskarandi vel lioldfyllt og hnykla vöðvarnir nið-
ur undir hækla. Lærin voru slökust á lambhrútun-
um. Fætur eru stuttir, sverir, sterklegir og fótstaðan
rétt. Veturgömlu hrútarnir og eldri eru allir lág-
fættir og holdþéttir, en léttari en æskilegt er. Aðeins
einn þeirra, Venus, lilaut I. verðlaun. Kynfesta af-
kvæmahópsins er mjög mikil.
Lilli XXIII A hlaut II verðlaun fyrir afkvæmi.
Árneshreppur.
Þar var einn hrútur sýndur með afkvæmum, Smári
Andrésar Guðmundssonar, Norðurfirði, sjá töflu 5.
Tafla 5. Afkvæmi Smára í Norðurfirði.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Smári, 7 vetra .. 80.0 100.0 84 34 23.0 133
Synir: Smyrill, 4 v 102.0 116.0 82 30 25.0 137
Bolli, 1 v 65.0 100.0 78 35 22.0 134
3 hrútlömb, tvíl. . . 42.0 70.0 68 32 18.7 122
1 hrútlamb, einl. .. 47.0 81.0 74 33 20.0 126
Dætur: 10 ær, 3—5 v., 4 tvíl., ein geld 63.5 97.3 77 34 19.9 131
6 gimbrarlömb, 4 tvíl., 1 einl. .. 37.0 78.5 66 30 18.0 122
Smári, eign Andrésar Guðmundssonar, Norður-
firði, var nú 7 vetra gainall og nokkuð farinn að rýrna.
Ætt: F. Spakur í Árnesi frá Svanshóli, M. Hetja í
Arnesi, Ff. Óðinn XX A, Fm. Sníkja 71 A, Fff. Ljótur