Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 346
342
BÚNAÐARRIT
XXIII B. Ffm. Skrudda 182 B. Fmf. Klaufi XXII B,
Fmm. Kolbrún 66 A.
Afkvæmi Smára eru öll kollótt, hvit, en þó ígul á
haus og fótum og sum nokkuö gul á ull. Þau eru flest
svipfríð, hafa dálítinn brúsk í enni og bera með sér
mikla kynfestu, Hausinn er stutiur og sver, nasir
allvel flenntar. Bringan nær allvel fram, en er full-
kröpp og útlögulítil á sumum. Herðar eru ávalar og
holdfylling góð um herðar og aftan við bóga. Bakið
er beint, sterkt og vel holdfyllt, malir nokkuð brattar,
en sæmilega holdfylltar. Lærin eru ágætlega holdfyllt
á sumum afltvæmunum, en hækillinn of ber á öðrum.
Fætur eru rétt settir, en í hærra og grennra lagi á sum-
um þeirra. Fótstaðan er yfirleitt góð. Smyrill, sonur
Smára, var bezli sýndi hrúturinn í hreppnum. Hann
er prýðilega vænn, vel gerður og holdahnaus. Bolli
er of léttur, en vel gerður.
Smári hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Vestur-ísafjarðarsýsla.
(Eftir Iialldór Pálsson.)
Þar var aðeins sýndur einn hrútur mcð afkvæm-
um, Eyrir í Neðri-Hjarðardal í Mýrahrep])i. Tafla 6
sýnir þunga og mál afkvæmanna.
Tafla 6. Afkvæmi Eyris í Neðri-Hjarðardal.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Eyrir, 6 vetra . . 100.0 111.0 78 30 26.0 132
Synir: 2 hrútar, 4 og 5 v. 108.0 115.0 87 38 25.5 138
2 lirútar, 1 v 80.5 100.0 80 35 22.5 135
1 hrútlamb, einl. . . 50.0 86.0 69 33 20.0 120
1 hrútlamb, tvíl. .. 45.0 82.0 67 33 18.0 114
Dætur: 8 ær, 2—5 vetra, 3
tvíl., 5 einl 70.4 99.0 75 35 20.8 133
2 ær, 1 v., geldar .. 56.5 93.5 74 33 21.0 130
2 gimbrarlömb, einl. 42.0 84.0 68 32 19.5 125
6 gimhrarlömh, tvíl. 36.8 78.8 65 33 18.4 119