Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 347
BÚNAÐARRIT
343
Eyrir, eign Kristjáns og Jóhannesar Davíðssona i
Neðri-Hjarðardal, var keyptur lamb af Ágústi Hálf-
dánarsyni, Eyri í Seyðisfirði í Súðavíkux-hreppi. Ætt
hans er ókunn að öðru leyti en því, að hann er af fjár-
stofni Ágústar á Eyri, sem haldið hefur verið óblönd-
uðum um langt skeið og er nú orðinn allvel þekktur
fyrir hreysti og holdsemi. Eyrir er sjálfur djásn að
gerð, lágfættur, þykkvaxinn og gróinn í holdum,
einkum i lærum og á mölum og balti. Hann hefur of
gula og illhæruskotna ull.
Afkvæmi Eyris eru öll hyrnd eins og faðirinn
gulleit á haus, fótum og dindli, en ullin er hvít, í
meðallagi að magni og sæmilega góð. Fullorðnu hrút-
arnir hlutu 3 fyrstu verðlaun og 1 önnur verðlaun.
Sumir þeirra eru frábærir að vænleika, en eru í
stærra lagi. Lambhrútarnir eru báðir ágæt hrútsefni
og eru þó skyldleikaræktaðir, þ. e. undan Eyri og
dætrurn hans. Ærnar, dætur Eyris, eru prýðiiega
vænar, nema þær veturgömlu, sem eru þroskalitlar.
Þær eru yfirleitt pi’ýðilega holdgóðar og þolslegar.
Gimbrarlömbin eru snotur ærefni, flestar ágætlega
gerðar, en sumir tvílembingarnir of þroskalitlir. Af-
kvæniin bera með sér mikla kynfestu, en eru þó flest
háfættari en búast má við eftir föðurnum að dæma,
sem líklega orsakast af því, að stofninn, sem mæður
afkvæmanna eru af, sé háfættur. Afurðaskýrslur
dætra Eyris voru ekki í nógu góðu lagi, til þess að
hægt væri að dæma um afurðagetu þeirra.
Eijrir hlaut II. verölaun fyrir afkvæmi.
Snæfellsness- og Hnappadalssýsla.
(Eftir Halldór Pálsson og Stefán Aðalsteinsson.)
Þar voru haldnar afkvæmasýningar i ö hreppum og
alis sýndir 14 afkvæmahópar, 9 með hrútum og 5
með ám.