Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 348
344
BÚNAÐARRIT
Helgafellssveit og Stykkishólmur.
Sýndar voru þar 2 ær íneð afkvæmum, báðar af
stofni sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og ná-
grennis, sjá töflu 7.
Tafla 7. Afkvæmi áa úr Sf. Helgafellssveitar og nágrennis.
1 2 3 4 5 6
A. Móðirin: Perla 6, 5 v. .. 63.0 100.0 73 30 22.0 127
Synir: Köggull XXII,
Svelgsá, 3 vetra . 91.0 111.0 82 36 26.0 134
2 hrútlömb 42.0 81.5 67 31 20.0 119
Dætur: 2 ær, 2 og 3 v., önn-
ur tvil 59.5 97.5 73 33 22.5 123
2 ær, 1 vetra, geldar 62.5 100.5 74 31 24.0 126
B. Móðirin: Gláma 126, 7 v. 55.0 93.0 75 38 20.0 125
Synir: Valur XL, 2 vetra .. 88.0 112.0 85 37 26.0 129
1 hrútlamb 44.0 85.0 68 30 19.0 118
Dætur: 2 ær, 3 og 5 v., einl. 58.5 95.0 74 34 20.5 129
1 ær, 1 v., inylk . . 61.0 98.0 74 35 22.0 129
1 gimbrarlamb .... 37.0 82.0 66 30 20.0 118
A. Perla tí, eign Christians Zimsen, Stykkishólmi,
er honum fædd. Ætt: F. Freyr II frá Stað á Reykja-
nesi, M. Golsa 1 frá Rauðsdal, Barð., Mf. Smiður,
Rauðsdal, Min. Golsa, Rauðsdal.
Afkvæmi Perlu eru öll kollótt, flest alhvít með
dökkar dröfnur í andliti, en sum örlílið ígul á haus og
fótum og til golsótl. Þau hvítu hafa mikla og vel
hvíta ull. Vaxtarlag og holdal'ar þeirra er frábærl.
Höfuðið er stutt og svert, fætur stuttir og réttir,
bringan framstæð og breið, rifjaútlögur ágætar og
herðar óaðfinnanlegar. Bakið er breitt og holdgott.
Holdfylling er einnig ágæt á mölum og í lærum. Kyn-
festa afkvæmanna er mikil með tilliti lil allra ein-
kenna nema litar. Perla er frjósöm afurðaær.
Perla 6 hlaut I. verðlaun fgrir afkvæmi.
B. Gláma 126, eign Bergsteins Þorsteinssonar,
Svelgsá, var keypt lamb frá Kollahúðum í Reykhóla-