Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 349
BÚNAÐARRIT
345
sveit. Afkvæmi hennar eru öll kollótt, hvít með dökka
hvarma og smádropa á eyrum og í andliti. Ullin er vel
hvít, fremur góð og sæmileg að vöxtum. Afkvæmin
eru sitt undan hverjum hrút, en samt mjög sviplík, er
sýnir mikla kynfestu Glámu. Þau eru þolsleg, hafa
sterkt bak, sem er holdgott á sumum, en fulllaus-
holda á öðrum. Hrútlambið er nothæft hrútsefni, en
tvævetri hrúturinn, Valur, Christians Zimsen, er
prýðilega gerður I. verðlauna hrútur. Gláma og dætur
hennar eru fremur góðar afurðaær.
Gláma 126 hlant II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Eyrarsveit.
Þar var 1 ær sýnd með afkvæmum, sjá töflu 8.
Tafla 8. Afkvæmi Sóleyjar 1429 á HaRbjarnareyri.
1 2 3 4 5 6
Móðirin : Sóley 1429, 7 v. 57.5 91.0 68 31 19.0 124
Synir: Spakur, 3 V «3.0 109.0 79 32 25.0 129
RolSi, 1 V 80.0 104.0 80 38 22.0 133
1 hrútlamb, einl. .. 44.0 85.0 69 33 21.0 122
Dætur: 2 ær, 4 og 5 v. .. 66.0 101.0 76 34 22.0 128
1 ær, 1 v., mylk . . 51.0 92.0 70 34 19.0 125
Sólcij 1429, eign Guðmundar Guðmundssonaar,
Hallbjarnareyri, var keypt við fjárskiptin úr Barða-
strandarsýslu. Al'kvæmi hennar eru öll hyrnd, nema
eitt. Fullorðni hrúturinn, Spakur, er afbragðs kind
og stóð annar í röð af fullorðnum hrútum hyrndum
á héraðssýningunni að Vegamótum 1956. Roði hlaut
II. verðlaun sem einstaklingur. Ærnar eru prýðilega
gerðar, en þó hefur veturgamla gimbrin fullmjótt
bak eins og móðirin. Kynfesta Sóleyjar er eklci nógu
mikil. Hún hefur gert væn lömb, en hefur aldrei verið
tvílembd. Meðalþungi lamba hennar á fæti siðustu
4 árin hefur verið 43.5 kg.
Sóley 1429 hlaut 11. verðlaun fyrir aflcvæmi.