Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 352
348
BÚNAÐARRIT
t 2 3 4 5 6
Dœtur: 1 œr, 2 v., einl. . . . 60.0 97.0 76 35 22.0 129
7 ær, 1 v., geldar . . 61.8 99.0 74 33 23.2 128
2 gimhrarlömb, einl. 39.8 82.5 65 33 20.5 120
A. Gulur SM /, eign Gunnars Guðbjartssonar, Hjarð-
arfelli, var sýndur með afkvæmum haustið 1954 og
hlaut þá I. verðlaun fyrir þau. Umsögn um uppruna
hans og útlit er að finna í Búnaðarritinu, 68. árg.,
bls. 382. Nú var Gulur mjög farinn að rýrna, enda
hafði hann orðið fyrir áfalli, er leiddi til bilunar á
framfótum. Var hann því ekki mældur nú.
Afkvæmalýsing: Afkvæmi Guls eru öll hvít, hyrnd,
fagurljósgul á haus og fótum, vel hvít á lagðinn. Ullin
er ágætlega hvít nema á einni á, sem er gulflekkótt.
Ullin er fremur fín, illhærulítil, með lítið tog, og ekki
mikil að vöxtum. Afkvæmin eru framúrskarandi fríð,
sviplik og bera með sér frábæra kynfestu, ekki aðeins
í útliti, heldur einnig að gerð. Höfuðið er stutt, svert
og þolslegt, augun eru stór og skær, hornin fínliðuð
og smá. Fótstaðan er rétt og fæturnir fremur stuttir
og sterklegir. Hálsinn er sívalur, aðeins í lengra lagi
og vel reistur, herðar og rifjaútlögur ágætar, nema á
fullorðnu hrútunum, sem hafa fullháan herðakamb.
Bringan nær vel fram og er ágætlega breið, einkum
aftan til. Bakið er breitt, sterkt og holdgróið, malir
breiðar og holdmiklar, lærin mjög þétt og vöðvarnir
ná vel niður á hækla. Afkvæmin eru mjög þung miðað
við stærð. Fullorðnu hrútarnir eru báðir prýðilegir
I. verðlauna hrútar og lambhrútarnir álitleg hrúts-
efni. Ærnar, dætur Guls, hafa flestar átt lömb vetur-
gamlar og hafa reynzt prýðilegar afurðaær. I Sf.
Miklaholtshrepps árið 1955—56 voru 28 dætur Guls
á skýrslu. Tvílemburnar gáfu i arð 30.1 kg dilkakjöt,
en einlemburnar 16.4 kg. Þær eru varla nógu frjó-