Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 353
BÚNAÐARRIT
349
samar. Aðeins 7% þeirra voru tvílembdar þetta ár, en
þær voru ekki aldar fyrir og um fengitímann.
Gului’ SM I hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Múli SM III, eign Gunnars Guðbjartssonar,
Hjarðarfelli, var sýndur með afkvæmum 1954 og
hlaut þá II. verðlaun fyrir þau. Hann var keyptur
lamb frá Múla við lsafjarðardjúp, sjá Búnaðarritið,
(>8. árg., bls. 385.
AfkVæmi Múla eru öll kollótt, hvít, flest fölhvít í
andliti og á fótum með dökka livarma. Einstaka af-
kvæmi er örlítið ígult í andliti, en þrjú mjallhvít.
Ullin er fremur mikil, vel hvít og sæmilega góð. And-
litið er stutt og breitt, augun útstæð og' skær, fætur
stuttir og rétt settir. Vöxturinn er framúrskarandi
jafn og afkvæmin holdgróin. Bakið er sterkt og hold-
gott, herðar frábærar að gerð og holdfyllingu og rifja-
útlögur ágætar aftan við bóga að ofan. Bringan á
sumum afkvæmanna nær í styttra lagi fram og er
varla nógu útskotamikil milli bóga, og því er brjóst-
ummál sumra afkvæmanna varla nógu mikið, sjá
töflu 10 B. Hold á mölum og í lærum eru ágæt.
Fullorðnu hrútarnir, synir Múla, eru allir prýðilegir
I. verðlauna hrútar, og lambhrútarnir eru allir góð
hrútsefni og sumir ágætir. Kynfesta er mjög inikil.
Ærnar, dætur Múla, eru fremur góðar afurðaær. Á
skýrslu Sf. Miklaholtshrepps 1955—’5(i voru 15 dætur
Múla. Ein þeirra var tvílembd og skilaði 36.0 kg af
kjöti, en einlemburnar 16.3 kg að meðaltali.
Múli SM III hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Freyr, SM IV, eign Gunnars Guðbjartssonar, var
nú sýndur með afkvæmum í fyrsta sinn. Hann er
hreinræktaður af Múlastofni, sonur Múla III, og Ið-
unnar 93, scin bæði hlutu nú I. verðlaun fyrir af-